Saga - 1968, Blaðsíða 56
52
ODD DIDRIKSEN
leggja blessun sína yfir. Hann hafði tekið afstöðu gegn
stjórnkjörinni efri deild, eins og nefndin í Efri deild hafði
lagt til, af því að hann sá ekki fremur en Jón Ólafsson, að
nokkur trygging væri fyrir því, að menn fengju stjórn, sem
ætti sér þingræðislegan grundvöll í Neðri deild. En hann
aðhylltist ekki heldur það fyrirkomulag, sem endanlegt
varð í miðluninni, þó að honum muni hafa þótt það að-
gengilegra en tillaga nefndarinnar. Hann var einkum mót-
fallinn lífstíðarkjöri, sem hann taldi mundu valda miklum
erfiðleikum í svo fámennri stofnun sem Efri deild. Greini-
legt er einnig, að honum þótti kosningafyrirkomulagið of
þunglamalegt og flókið. Hið rétta mundi vera, taldi hann,
ef deildir ættu að vera tvær, að hvorki væru allir kjós-
endur sameiginlegir báðum né kjörtímabilið, en þó væri
fyrir því séð, að ekki skapaðist of mikið djúp á milli þeirra.
Það var því nauðsynlegt, að kjósendur yrðu „að nokkru
leyti“ hinir sömu, og ekki mátti heldur vera of mikill munur
á kjörtímabilunum. Væri kjörtímabil Neðri deildar sex ár,
mætti kjörtímabil Efri deildar t. d. vera níu ár, áleit hann.1)
Hafi Björn Jónsson veitt því eftirtekt, að Páll Briem
gerði í rauninni ráð fyrir því í ritgerð sinni í Andvara, að
stjórn gæti setið áfram í trássi við Neðri deild, meðan hún
hefði meirihluta í Efri deild á bak við sig, þá hefði hann
þeim mun meiri ástæðu til að vera mótfallinn alltof íhalds-
samri Efri deild og leggja á það áherzlu, að báðar þing-
deildir yrðu að vera „þjóðinni háðar“.
Það voru ekki aðeins miðlunarmenn, sem töluðu um þing-
ræði eftir Alþingi 1889. Orðið var í rauninni enn meira
notáð af „sjálfstjórnarmönnum“. Samt er ekki alltaf vel
ljóst, hvað átt er við með því. „Þingvallafundarfulltrúi“
skrifar þannig í Norðurljósinu, að þjóðin og Þingvallafund-
urinn heimti, að stjórnin beri fulla „ábyrgð gagnvart Al-
þingi“, því að ábyrgðin er hyrningarsteinn alls þingræðis;
en „miðlunarflokkurinn“ álíti þáð „enga frágangssök", að
1) Isafold 31/5 og 2/7 ’90.