Saga - 1968, Blaðsíða 38
34
ODD DIDRIKSEN
þegar um var að ræða kröfuna um, að tryg-gja yrði þing-
ræði með endurskoðun stjórnarskrárinnar. Hann hafði
því gildar ástæður, þegar hann rökstuddi ótrú sína á
stjómkjörinni Efri deild með því, að stjórnarskrárfrum-
varpið tryggði ekki þingræðislega stjórnarháttu. Rök hans
gegn tillögu Neðri deildar um, að sú deild skyldi kjósa
Efri deild, eru í litlu samræmi við það, sem hann sagði
um það atriði, að neðri málstofa kysi öldungadeild óbeinni
kosningu í Kanada. í sjálfu sér var Jón Ólafsson líklega
ekki svo mjög mótfallinn þessari tillögu. Mótbáru hans
ber að skoða sem vott um þann samkomulagsvilja, sem
hann og skoðanabræður hans sýndu gagnvart hinum kon-
ungkjörnu þingmönnum. Og aðalmaðurinn í samkomu-
lagsumleitununum af hálfu hinna konungkj örnu, Jón A.
Hjaltalín,1) sem var framsögumaður málsins í Efri deild,
lagði einmitt áherzlu á sjálfstæði þingdeildanna innbyrðis:
Aðeins með innbyrðis óháðum þingdeildum „gæti mynd-
azt það jafnvægi milli deildanna, sem nauðsynlegt er, þar
sem þingræði á að fara í lagi . . .“ Og nefndarmeirihlut-
inn hafði ekki getað fundið neina betri lausn en að fylgja
því fordæmi, sem finna mátti „í mörgum löndum Englend-
inga, sem menn þó verða að kannast við að séu fullkomlega
frjáls". „Af þeim ríkjum, sem hafa þingræði, eru 4, Queens-
land, New South Wales, Canada og New Zealand, þar sem
efri deildin öll er stjórnkosin . . .“2)
Þeir Sighvatur Árnason, Skúli Þorvarðarson og Jakob
Guðmundsson — allir þjóðkjörnir — létu í ljós megna
óánægju méð frumvarpið í ýmsum greinum og gagnrýndu
einkum samsetningu Efri deildar.3) Sighvatur Árnason
hélt því fram, ef stjórnin kysi Efri deild, að það mundi
leiða til þess, að „ekki jykist þjóðlegt þingræði í Efri
deild . . .“. „Það kann að vera, að ég skilji eigi gjörla
1) Fjallkonan 27/9 ’93; Þjóðviljinn 20/11 ’89; sbr. Jón Ólafsson í
Fjallkonunni 9/12 ’89 og Þorleif Jónsson I Þjóðólfi 11/10 ’89.
2) Alþt. 1889 A, 615.
3) Sama rit, 525, 538, 540, 617 o. áfr., 628, 629 o. áfr., 631, 652.