Saga - 1968, Blaðsíða 141
ÞÆTTIR ÚR LANDVARNASÖGU
137
Þess vegna eru fallbyssurnar nú teknar, færðar út á sjó og
þeim sökkt, og þar liggja þær. En saga virkisins á Arnar-
hóli er þó ekki þar með sögð. Mun ég ekki fara lengra út í
þá sálma að sinni, en læt bíða betri tíma.
Óli skans.
Við Bessastaðaskanz var síðar reistur bær, hjáleiga frá
Bessastöðum. Var búið þar fram á síðara hluta 19. aldar.
Um miðbik aldarinnar bjuggu þar hjónin Eyjólfur Jóns-
son og Málfríður Ólafsdóttir. Þau áttu son, er Ólafur hét,
fæddur líklega 1842. Nafn Ólafs er allþekkt á Islandi, og
látum við nú Erlend Björnsson hafa síðasta orðið:
„í Skansinum var lendingin frá Bessastöðum. Þar var
hið gamla virki, kringlóttur, upphláðinn garður fyrir
fallbyssur fógetanna á Bessastöðum, og til skamms tíma
voru kúlur úr byssum þessum uppi á lofti í Bessastaða-
kirkju. í Skansinum var lítil torfbaðstofa með þili á suð-
ui'gafli. Túnbleðillinn fóði’aði eina kú.
Þau Eyjólfur og Málfríður áttu einn son, Ólaf að
nafni. Hann var meðalmaður að vexti, heldur grannur,
dökkur í andliti, langleitur, ennið lágt, nefið frekar stutt,
en allhátt. Gekk hann alltaf alrakaður. Hann var með
frekar Ijósleitt, slétt og sítt hár, sem var skipt fyrir
miðju. Eyrun voru stór og áberandi. Hakan var óvenju-
lega breið. Hann var lotinn í herðum. Var hann þrifn-
aðarmaður hinn mesti, kátui', fjörugur og lífsglaður, en
enginn söngmaður. Hann var kenndur við fæðingarstað
sinn og kallaður Óli Skans, og er við hann kennt hið al-
kunna danslag, sem allir þekkja, en vísan er svona:
óli Skans, Óli Skans,
er nú hér á róli.