Saga - 1968, Blaðsíða 40
36
ODD DIDRIKSEN
Rétt fyrir fundinn komst hann að því, að „inn konung-
kjörni flokkur“ hafði orðið ásáttur um að fella frumvarpið,
og ástæðuna til þess kvað hann hafa verið þá, að því er
snerti málamiðlunarmennina meðal hinna konungkjörnu,
að „sundrungarpostularnir“ Benedikt Sveinsson og Sig-
urður Stefánsson höfðu talið þeim trú um, að Neðri deild
mundi samþykkja frumvarp Efri deildar óbreytt.1) Þjóð-
ólfur kemur hins vegar með þá skýringu á því, að hinir
konungkjörnu vildu ekki, að stjórnarskrárfrumvarpið yrði
endanlega samþykkt, að sú afstaða hafi verið sprottin af
þeim áróðri hinna tveggja „ósveigjanlegu“, þ. e. Benedikts
Sveinssonar og Sigurðar Stefánssonar, sem þeir nú hófu
að reka,2) og virðist það sennilegri skýring, enda staðfestir
Páll Briem, að afstaða hinna konungkjörnu breyttist í þá
átt, eftir að sundrungin var komin á meðal þingmanna
Neðri deildar.3) Jóni Ólafssyni tókst að fá 3. umræðu
frestáð til næsta dags, 22. ágústs,4) og áður en 3. umræða
fór fram, náði hann samkomulagi við hina konung-
kjörnu, sem tryggði það, að frumvarpið var samþykkt
í Efri deild. Hann hafði þá sýnt fram á, að trygging
væri fyrir því, að Neðri deild mundi ekki samþykkja
frumvarpið óbreytt.5 6) í staðinn fékk Jón Ólafsson fram-
gengt breytingartillögu um skipan Efri deildar, bor-
inni fram af honum, hinum tveim þjóðkjörnu félögum
hans í nefndinni og Jakobi Guðmundssyni. Samkvæmt
henni átti stjórnin að tilnefna 6 meðlimi og amtsráðin 6
við fyrsta kjör, en síðan átti hlutfallið að vera 4 stjórn-
kjörnir og 8 kjörnir af amtsráðum.0) Stjórnarskrárfrum-
1) Fjallkonan 19/12 ’89.
2) Þjóðólfur 30/8 ’89.
3) P. Br. 13/6 ’90 I bréfi til Valtýs Guðmundssonar.
4) Alþt. 1889 A, 731 o. áfr.
5) Fjallkonan 19/12 ’89; sbr. Þjóðólf 30/8 ’89, sem staðfestir, að
„þingmenn i Neðri deild" hafi „lýst yfir“, að þeir mundu ekki sam-
þykkja frumvarpið óbreytt.
6) Alþt. 1889 C, 528. Um amtráðskjör sjá Bjarna Benediktsson,
Deildir Alþingis (Rvík 1939), 30 o. áfr.