Saga - 1968, Blaðsíða 49
KRAFAN UM ÞINGRÆÐI
45
Orði'ð þingræði var nú sífellt að koma íyrir í umræð-
unum eftir Alþingi 1889. Þjóðólfur lagði eins og Jón ÓI-
afsson sérstaka áherzlu á, að með stuðningi hinna kon-
ungkj örnu við kröfuna um endurskoðun stjórnarskrár-
mnar hefðu skapazt meiri möguleikar en nokkru sinni
uður til að ná markinu — innlendri stjórn með ábyrgð
fyrir Alþingi.1) En blaðið reyndi einnig að skapa mi'ðlun-
mni fylgi með því áð vekja athygli á fyrirmyndinni að þeim
bneytingum, sem gerðar höfðu verið: „Eins og kunnugt er,
hefur frumvarpið sem mest verið sniðið eptir hinum
dönsku grundvallarlögum, en hér um bil ekkert tillit verið
tekið til enskra grundvallarlaga. Jón A. Hjaltalín, sem ver-
hefur lengi í Englandi, vildi helzt láta breyta nokkru
1 líka átt og er hjá Englendingum, og má telja þetta eitt-
hvert hið happalegasta, sem fyrir gat komið, því að Eng-
lendingar standa öllum öðrum þjóðum til fyrirmyndar í
sjálfstjórn og þingi’æði.“ Jón Ólafsson, sem ásamt Jóni A.
Hjaltalín átti sæti í nefndinni í Efri deild, hefur verið
1 Ameríku og „þekkir einnig stjórnarháttu Bretaveldis",
Sekir ennfremur, „og því var engin fur'ða, þótt hann gæti
fellt sig við breytingar þær, er sniðnar voru eptir lögum
Breta.“2) Blaðið leggur áherzlu á, að ákvæðin varðandi
staðfestingu laga hafi verið „beint tekin eptir lögum Eng-
lendinga, og hafa þau reynzt ágætlega hjá þeim“. Það
aleit, að ekki væri hægt að gera ráð fyrir, að þessum ákvæð-
Urn mundi verða beitt öðruvísi en í Kanada.3) Þjóðólfur
hélt því hvergi fram, að mi'ðlunin mundi tryggja þing-
r*ðislega stjórn, en vonaði þó sýnilega, að svo mundi
verða.
Hjörn Jónsson, ritstjóri ísafoldar, tók í upphafi alger-
| Þjóðólfur 3/9 ’89, sbr. Jón Ólafsson, Fjallkonan 10/10 ’89.
2) Þjóðólfur 11/10 ’89.
3) Sama blað 25/10 ’89.