Saga - 1968, Blaðsíða 114
110
EINAR BJARNASON
á Mýrunum, hefur verið gert ráð fyrir því, að „Torfi bóndi“
faðir Snorra á Ökrum hafi verið Torfi Koðránsson, og er
það mjög sennilegt. Hins vegar er það ekki sennilegt, þótt
svo sé talið í fornbréfasafninu og víðar, að átt sé við þenna
Torfa, þar sem svo er sagt sem að neðan greinir í kaup-
bréfi Hauks Gunnarssonar og Órækju Sturlusonar frá 10.
marz 1356. Samkvæmt því kaupir Órækja Ingjaldshól und-
ir Jökli af Hauki fyrir hálfa Kálfárvelli og 20 hundruð í
jörðu eða fríðu lausafé: „ .. . skilur Órækja sér aftur eignir
sínar, ef nokkuð aðkall verður á Ingjaldshól af örfum
Torfa ...“ Torfi sá, sem hér er vísað til, hlýtur að vera lát-
inn nokkru fyrir 1356, og væri ekki annars rætt um erf-
ingja hans. Hver sá Torfi er veit ég ekki, en hann er
áreiðanlega ekki Torfi Koðránsson. Það er því ekki heldur
Torfi Koðránsson, þótt svo sé fullyrt í fornbréfasafninu,
sem er faðir Sigríðar þeirrar, sem gerir samning við Orm
Snorrason á Skarði 28. dec. 1369, enda væri það einkenni-
legt, að hún væri að gera samning þess eðlis sem hún gerir
við Orm, ef faðir hennar væri í fullu fjöri.
Það, sem hefur villt útgefanda fornbréfasafnsins er, að
þrír hlutir í Kálfárvöllum í Staðarsveit eru taldir hluti af
móðurarfi Sigríðar, og stóðu þeir fyrir brigð á Ingjalds-
hóli, sem Haukur afi hennar átti, en hafði selt Órækju
Sturlusyni, svo sem fyrr segir.
Haukur hefur annaðhvort selt Birni Jónssyni Kálfár-
velli einhvern tíma milli 1356 og 1366 eða Björn hefur
erft þá eða talið sig hafa erft þá og selt jörðina Torfa
Koðránssyni 1366, en þá er Sigríður dótturdóttir Hauks
Gunnarssonar enn ófullveðja.
Það er varla annað en tilviljun, að erfingi að hluta úi'
Kálfárvöllum um 1366 heitir Torfi, en á þessari röngu
forsendu virðist byggð fullyrðingin um það, að Sigríðui'
Torfadóttir hafi verið dóttir Torfa Koðránssonar. Þá fell-
ur einnig fullyrðingin í Sýslumannaævum II 548 um það,
að Torfi Koðránsson hafi átt dóttur Hauks á Ingjaldshóli
Gunnarssonar.