Saga


Saga - 1968, Blaðsíða 157

Saga - 1968, Blaðsíða 157
RITFREGNIR 153 Heimdragi I.—III. Ritstjóri Kristmundur Bjarnason. Iðunn. Reykjavík 1964—67. Heimdragi er í raun og veru ársrit, sem flytur alls konar þjóðlegan fróðleik. Efnisval Heimdraga ber um margt keim af tímaritinu Blöndu, sem Sögufélagið gaf út 191&—53. Fyrsta bindi Heimdraga hefst á dagbókarbroti Ingeborgar (Ninu) dóttur Grims amtmanns Jónssonar, en þar getur ýmsan fróðleik um heimilislif þess mæta manns. Af öðru efni má nefna minningar Jóhanns pósts Jónssonar og alllangan bálk um skreiðarferðir eftir ritstjórann. Hann setur einnig saman litrikan þátt um Sigurð trölla, en Stephan G. Stephasson gerði Trölla ódauðlegan með einu kvæða sinna. Forvitnilegast af efni annars bindis eru nokkur bréf úr safni Grims amtmanns Jónssonar, en þau bregða nýju Ijósi á þætti í sam- skiptum Gríms og samtímamanna hans. 1 bréfi til Magnúsar Step- hensens gerist Grimur fullberorður við háæruverðan yfirdómarann, og urðu af vinslit. Annars átti misklíð þeirra að nokkru rætur að rekja til þess, að Magnús grunaði Grím um að styrkja útgáfu Hafnarstúd- enta en hún samræmdist illa sjónarmiðum Magnúsar og Landsupp- fræðingarfélagsins. Athyglisverð er einnig gagnrýni Gríms á riti Bjarna amtmanns Þorsteinssonar Om Islands Folkemængde og oeco- nomiske Tilstand. — Þá eru þar einnig tvær alllangar frásagnir af Vestur-lslendingum. Ritstjórinn skrifar um Hrefnu Finnbogadóttur, sem vera mun fyrsti íslenzki kvenlæknirinn. — Gils Guðmundsson skrifar um Magnús Magnússon Smith, skákkappann frá Rauðamel og afrek hans við skákborðið. Þriðja bindi Heimdraga er langfjölbreyttast að efni. Það hefst á grein um Drangey eftir Albert Sölvason, en þar lýsir höfundur eynni og sérstæðum atvinnuháttum, sem þar tíðkuðust. Hólmgeir Þorsteins- son ritar um ævi og lækningar Gríms græðara og Jóhann Hjalta- son ritgerðina hjá Möngufossi. Kveður hann þar niður þjóðsöguna um það, að Galdra-Möngu (Margrét Þórðardóttir) hafi verið drekkt þar. — Halldór Kristjánsson á Kirkjubóli skrifar um snjóflóð í Skála- vík 1910 og Sigurbjörn Benediktsson um lok byggðar i Fjörðum (Þor- geirsfirði og Hvalvatnsfirði). Þá eru ýmsar kímilegar frásagnir í riti þessu og jafnvel ramm- íslenzkar draugasögur. Slíkt hnossgæti gerist nú heldur torgætt, en tilþrifalitlir miðilsfundauppvakningar þvi fyrirferðarmeiri á bókum. Heimdragi er vel þokkalegt rit að útliti og frágangi og flytur margan staðgóðan fróðleik. Lýður Björnsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174

x

Saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Saga
https://timarit.is/publication/775

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.