Saga - 1968, Blaðsíða 12
8
ODD DIDRIKSEN
hlutans 1887 fullan stuðning, en þær einingartilraunir,
sem gerðar voru og virtust hafa tekizt, er meirihlutinn
batzt samtökum í skipulögðum þingflokki við upphaf þings,
hafa sýnilega farið fram án teljandi þátttöku Benedikts
Sveinssonar. Það átti þá líka eftir að koma í ljós, að í þess-
um hópi voru metnaðargjarnir menn, sem hvorki voru
reiðubúnir að fallast á forustu Benedikts Sveinssonar né
á stefnu hans.
Afdrif stjórnarskrárfrumvarpsins á Alþingi 1887 ollu
mikilli óánægju. Gagnrýnin beindist fyrst og fremst að
hinum þjóðkjörna minnihluta, er fylkti sér um Þórarin
Böðvarsson.1) Afstaða hinna konungkjörnu var ekki nein
ný bóla. Frá upphafi stjórnarskrárbaráttunnar um miðja
öldina voru menn orðnir vanir því að líta á hina konung-
kjörnu þingmenn sem þjóna stjórnarinnar, mismunandi
auðsveipa. Nú voru minnihlutamennirnir spyrtir saman
við „konungkjörna flokkinn",2) og jafnvel hin hægfara
Isafold vildi ekki leggja í að verja afstöðu minnihlutans.3)
í Fjallkonunni voru röksemdir minnihlutans hraktar lið
fyrir lið: Hvað snertir stjórnarfar stórveldanna í Evrópu,
kemur það málinu ekkert við, og að því er viðkemur ástand-
inu í Danmörku, þá „er þáð miklu fremur hvöt fyrir Is-
lendinga, að samþegnar þeirra . . . eiga einnig í stríði við
stjórnina og halda fast fram sjálfstjórnarstefnu“. „Ein-
mitt af því að líkindi eru til, að meirihluti þjóðarinnar í
Danmörku, hinir yngri og frjálslyndari, fái kröfum sínum
framgengt og komist að völdum innan skamms, einmitt
þess vegna er hentugasti tími fyrir Islendinga að verða
þeim samtaka.“ „Hallærisviðbárunni" er einnig vísað á
bug sem þýðingarlausri, og stjórnarskrármálið tefur ekki
önnur mál; það er „að kalla útrætt“. Um kostnaðarvið-
1) Sjá t. d. Isafold 3/8 ’87, Fjallkonuna 6/8, 18/9 ’87, Austra 20/10
'87, ÞjóCviljann 23/8, 8/9, 24/9, 21/10 ’87 og Þjóðólf 2/8 ’87.
2) ÞjóCviljinn 8/9, 24/9, 21/10, ’87, 11/1 ’88.
3) Sjá Isafold 18/4 ’88.