Saga - 1968, Blaðsíða 123
ÆTT KENND VIÐ AKRA
119
JÓN STYRSSON
Jón Styrsson er væntanlega fæddur nálægt 1425. Hans
er einungis getið á hinum fyrrnefnda stað, í bréfinu frá 17.
janúar 1447 um eignarheimild fyrir Bólstaðarhlíð.
Jón var skilgetinn, og svo mun systir hans, móðir Er-
lingsbarnanna fyrrnefndu, einnig hafa verið, því að ann-
ars mundu þau varla hafa átt svo verulegt fé, sem á um-
boðsbréfi Styrs afa þeirra er að skilja. Engar sögur fara
af Jóni eftir 1447, en þó kann hann að hafa kvænzt, jafn-
vel lifað föður sinn, og fleiri kunna að hafa verið börn
Styrs en Jón og móðir Erlingsbarnanna, en ekkert er um
það kunnugt. Akrar falla að sjálfsögðu ekki í arf fyrr en
við lát Styrs, eftir 1465, en engin merki eru þess, að þeir
hafi úr ætt gengið. Hið næsta er, áð jörðin er komin í eigu
Arnórs Finnssonar, sem áreiðanlega var ekki erfingi að
henni. Kaup á höfuðbólum voru að líkindum sjaldgæf á
þessum tímum, og líklegt er, að þau hafi þá miklu oftar
gengið í arf en kaupum og sölum. Enga ástæðu vita menn
til þess, að jörðin ætti að hafa verið seld, og engin Erlings-
börn vita menn hafa átt Akra á miðjum síðara helmingi
15. aldar. Því er líklegast, að hinn eini skilgetni sonur Styrs,
sem menn þekkja og vitað er, að komst til fullorðinsára,
hafi erfit Akra eða a. m. k. börn hans eftir Styr afa sinn.
Því er það, að allar líkur benda í þá átt, að Akra hafi Arnór
fengið með konu sinni, þeir séu arfur hennar, og kemur þá
svo vel heim sem á verður kosið, að Helena Jónsdóttir kona
hans hafi verið dóttir Jóns Styrssonar, fædd nálægt 1450.
Ef svo hefur verið, er ekki líklegt, að Jón hafi átt skilgetna
syni, er upp komust, og tilgátan í Sýslumannaævum, II
549, er alveg órökstudd og mjög ósennileg.
Hér verður að geta einnar tilgátu, sem raunar er alveg
órökstudd, en fram þarf að koma, með því að örlitlar líkur
eru til þess að hún kunni að vera nærri lagi, og ef eitthvað
kynni einhvern tíma áð koma fram henni til stuðnings, hef-
Ur henni verið komið á framfæri. Svo er mál með vexti, að