Saga - 1968, Blaðsíða 62
58
ODD DIDRIKSEN
einhuga á því, áð betra sé að berjast fyrir stjórnarbót í
áratugi enn þá en að enda með þeirri skömm að lögleiða
annan eins óskapnað, annað eins morðvopn alls þingræðis,
eins og þetta efri deildar frumvarp er."1)
Fyrir utan ákvæðið, að landsyfirdómur ætti að dæma í
ábyrgðarmálum, var það afturköllunarrétturinn, sem Skúli
Thoroddsen gat ekki með nokkru móti fallizt á.2) I „Opnu
bréfi . . . til málfærslumanns Páls Briem“ segir hann, að
tvær meginkröfurnar í stjórnarskrárbaráttunni séu inn-
lend stjórn og að þessi stjórn beri „fulla ábyrgð gjörða
sinna gagnvart Alþingi", og full ábyrgð gagnvart Alþingi
þýðir „í einlægni sagt ekkert annað en einveldi þjóðarinn-
ar . . .“ Hann heldur áfram: Miðlunin 1889 gefur íslandi
engan veginn innlenda stjórn. Á löggjafarsviðinu fær
stjórnin í Danmörku afturköllunarrétt. „Löggjafarvald
innlendu stjórnarinnar er því í raun og veru ekkert annað
en aumasta „humbug“ . . .“ Dómsvaldið heldur áfram að
vera jafndanskt og áður. Orðalag frumvarpsins, að kon-
ungur „getur látið“ jarlinn fara með hið æðsta vald í öll-
um sérmálum, veitir enga tryggingu fyrir því, áð svo verði.
Miðlunin er ekkert annað en „uppgjöf á þeirri áðalkröfu Is-
lendinga að stjórnin sé innlend". Að láta landsyfirdóm
dæma í ábyrgðarmálum jafngildir „uppgjöf á þeirri aðal-
kröfu íslendinga, að þjóðin fyrir tilstilli öruggra ábvrgðar-
ákvæða verði herra í sínu húsi.3)
I uppgjörinu milli „sjálfstjórnarmanna" og miðlunar-
manna urðu aukakosningarnar sumarið og haustið 1890
til þess að marka þáttaskil. Kjósa átti fjóra nýja þing-
menn í kjördæmum, sem voru sitt í hverjum landsfjórð-
ungi. í öllum fjórum kjördæmunum voru kosnir „sjálf-
stjórnarmenn.“4) Stærsta sigurinn unnu sjálfstjórnar-
1) Þjóðviljinn 15/8 ’89.
2) Þjóðviljinn 7/9 ’89.
3) Sama blað 28/9 og 12/10 ’89.
4) Fjallkonan 15/7, 5/8 ’90; 6/1 '91; Isafold 28/6, 24/9, 8/10 ’90; Þjóð-
viljinn 23/7, 30/8 ’90; 17/1 '91. Sbr. Björn Þórðarson, Alþingi, 59 o. áfr-,