Saga - 1968, Blaðsíða 51
KRAFAN UM ÞINGRÆÐI
47
— landstjórinn] kveður til þingsetu í efri deild, en neðri
deild hefir aftur gagngjörð áhrif á það, hverja jarlinn
kveður sér til ráðgjafa." Það mundi vera minni ástæða
til að vera á móti konungkj örinni Efri deild, ef trygging
væri fyrir því, að svo yrði á íslandi, en það var ekki því
að heilsa. Eins og Jón Ólafsson sá Björn Jónsson ekki ár-
ið 1889, að í miðluninni væri nokkur trygging fyrir þing-
i'æðislegu stjórnarfari.
Þegar Björn Jónsson skrifaði þessar athugasemdir, var
umræðum um frumvarpið ekki enn lokið í Efri deild, og
hann vissi ekki, hvaða afstöðu nefndarmeirihlutinn í
Neðri deild mundi taka til frumvarps Efri deildar. Fyrst
4- nóvember er það greinilegt, að hann er að þokast yfir
th miðlunarmannanna. Úr því meirihluti hinna konung-
kjörnu hefur fallizt á „flest hin verulegu atriði í skoðun
uieiri hlutans", segir hann nú, er eltki annað hægt að
Segja en stjórnarskrármálið „hafi miklu fremur gengið
ea rekið“ á Alþingi 1889. „Eftir undirtektum nær allrar
nefndarinnar í neðri deild, úrvalsins úr deildinni í því máli,
má segja, að ekki vantaði nema herzlumuninn til þess, að
saman gengi að fullu með hvorutveggja flokkunum, end-
urskoðunarmönnum og andvígismönnum endurskoðunar-
mnar, sem áður var.“ En eftir sem áður hefur hann
ahyggjur varðandi Efri deild og segir um ákvæðið um, að
þingmenn hennar skuli eiga rétt til setu þar ævilangt:
..Það er æðimikill munur að hafa slíkt fyrirkomulag þar,
sem er fullkomið þingræði, og þar sem þar að auki er á
stjórnarinnar valdi að bæta við nýjum þingmönnum í Efri
úmld, þegar henni liggur á, eða þar sem því er hvorugu
4il að dreifa. Jafnfáliðuð þingdeild og efri deild er hér,
Setur orðið voðalega íhaldssöm, ef þar eiga allir þingsetu
æfilangt, þótt aldrei nema þjóðkjörnir séu, eins og efri
deild aðhyllist nú á endanum að meiri hlutanum til.“1)
Þ Isafold 4/11 '89.