Saga - 1968, Blaðsíða 133
ÞÆTTIR ÚR LANDVARNASÖGU
129
byssuskytta á skansinum í Vestmannaeyjum vera og all-
an stríðstilbúning þar vakta og umsjón hafa, svo og inn-
byggj urunum þar stríðsorðu kenna og þeim upp á
munstring að halda einu sinni í hverri viku, svo fólkið
liðugari og vanari til væri, þá til þyrfti að taka, hverju
öllu Jón Ólafsson trúlega og kostgæfilega framfylgdi og
gjörði þann tíma hann til Vestmannaeyja kom og þar
dvaldist . . . En fyrir þessa sína þjónustu, ómak og
embættistilsjón skyldi hann hafa fría jörð og bústað þar
í Eyjunum, án alls afgjalds, item daglega mat og drykk
í Dönsku húsum, hjá umboðsmanni, og þar til annað
víst kaup, árlega 50 vættir.“8)
Jón Ólafsson fluttist nú til Vestmannaeyja með konu sína
og barn og tók að sér umsjónarmannsstarfið við skanzinn.
Segir í Reisubók hans, að hann hafi sjálfur verið í skanz-
inum á daginn og fengið mat og drykk í Dönskuhúsum, en
verið á næturnar hjá sinni kvinnu, en henni var sent dag-
lega til hverrar máltíðar frá Dönskuhúsum ein kanna
bjórs og þrjár eða fjórar brauðkökur. Jóni mun hafa líkað
starfið vel og kunnað bærilega við sig, en kona hans undi
sér ekki, og varð hann því að fara til lands aftur gegn vilja
sínum, ef marka má söguna.
Næsti eftirlitsmaður við skanzinn mun vera Gunnar Ól-
afsson. Getur hans í Reikningabók Landakirkju frá því
rétt upp úr 1640 og fram yfir 1660. Sennilega hefur hann
verið síðasta byssuskyttan í skanzinum; þegar vökudómur
Odds Magnússonar lögsagnara er dæmdur um 1670, virðist
ekki vera neinn slíkur eftirlitsmaður til. Vökudómur Odds
er til ritaður eftir minni Vestmannaeyinga af Árna Magn-
ússyni eða á hans vegum árið 1704. Er hann á þessa leið:
„Að hver búandi skal vera skyldugur að láta vaka
upp á Helgafelli einn fulltíða mann, tvo frá hverjum
jarðarvelli, ei konur né ung-menni eður óráðvanda drengi.
Þeir, sem vaka, skulu vera komnir upp á fellið fyrir