Saga - 1968, Blaðsíða 50
46
ODD DIDRIKSEN
lega neikvæða afstöðu til miðlunarinnar. I umsögn um
nefndarálitið í Efri deild getur hann þess án hrifningar,
að hinir konungkjörnu þingmenn hafi nú fallið frá and-
stöðu sinni við endurskoðun stjórnarskrárinnar og fallizt
á mörg mikilvæg atriði í „trúarjátning endurskoðunar-
manna“, eins og t. d. innlenda stjórn með ábyrgö gagn-
vart alþingi og „mjög fullkomin fjárráð þ.ingsins“. En
,,miðlunarkostir“ hinna konungkjörnu eru samt sem áður
fjarri því að vera fullnægjandi fyrir þá, sem hugsa sér
endurskoðunina til frambúðar. „Yrði frumvarpið að lög-
um . . ., mundi það koma í ljós, að sú stjórnarskrá yrði í
sumum þýðingarmiklum atriðum eigi hóti betri en þessi,
sem vér nú höfum, og í sumum jafnvel lakari." Hann sér
enga framför í, að konungur „getur látið“ jarlinn fara
með hið æðsta vald. Ákvæðin um staðfestingu laga veita
ekki „hót meiri trygging gagnvart óhagkvæmum lagasynj-
unum heldur en nú höfum vér“. Og enda þótt Englands-
drottning hafi sjaldan eða aldrei beitt réttinum til að
afturkalla eða ónýta staðfestingu kanadískra laga, er eng-
in trygging fyrir því, að eins muni verða á íslandi. Loks
telur hann, að skipan Efri deildar sé „afturför frá þvi,
sem nú er".1)
Nokkrum dögum seinna, í blaðinu 17. ágúst, ræðir hann
aftur um skipun Efri deildar og færir svipuð rök fyrir
gagnrýni sinni og Jón ólafsson í umræðunum í Efri deild:
Slíkt fyrirkomulag hefur að vísu gefið góða raun í Kanada,
þar sem aldrei hefur komið til deilu milli þingdeildanna.
„En hverju er það að þakka? Þáð er því að þakka og engu
öðru, að þar er fullkomin þingræðisstjórn . . . þannig að
stjórnin er jafnan skipuð þeim einum mönnum, er hafa
traust og fylgi meiri hlutans í hinni þjóðkjörnu deild
þingsins. . . . þar með verður efri deildin [þ. e. senatið] í
raun réttri líka þjóðkjörin, óbeinlínis. Nýlendustjórnin,
ráðgjafarnir, ráða því, hverja jarlinn [þ. e. the governor,
1) Isafold 14/8 ’89; auðk. þar.