Saga - 1968, Blaðsíða 23
KRAFAN UM ÞINGRÆÐI
19
um og síðan hafi ekki framar spurzt um þennan flokk.1)
Þannig lyktaði þessari fyrstu alvarlegu tilraun til skipu-
lagðrar flokksmyndunar á Alþingi. En samtímis höfðu
þeir hlutir gerzt í stjórnarskrármálinu, sem ollu meira
pólitísku uppnámi en dæmi voru til.
2. Miðlunarstefnan á Alþingi 1889.
Eitt með öðru, sem réð afgreiðslu stjórnarskrármálsins
á Alþingi 1889, var hvernig til tókst um forsetakjör í
Efri deild. Hinir konungkjörnu þingmenn skipuðu sér
saman í atkvæðagreiðslum, og er kosið hafði verið þrisvar
sinnum, hlaut Benedikt Kristjánsson sæti í forsetastól með
hlutkesti og missti þannig atkvæðisrétt.2) Eins og Norð-
urljósið benti á þegar 6. júlí, var ekki við því að búast eftir
þetta, að stjórnarskrármálið kæmist gegnum þingið í þeirri
gerð, sem það hafði haft á undanfarandi þingum. En
blaðið bætti við, að „margir“ af hinum konungkjörnu
þingmönnum, væru yfirlýstir stuðningsmenn aukinnar
sjálfstjórnar, þótt ekki væri í því formi, sem „þjóðin“
hafði viljað framkvæma hana, og gaf í skyn, að þeir mundu
nú taka frumkvæði í stjórnarski’ármálinu.3) Svo er að
sjá af þessu, að sú miðlunarstefna, sem einkenndi þetta
bing, hafi áður orðið tilefni nokkurra umræðna. Ekki
fór þó allt nákvæmlega á þá lund, sem Norðurljósið hafði
teept á. En sú staðreynd, að vegur var að rjúfa skarð í
þann múr, sem hinir konungkjörnu þingmenn mynduðu,
átti eftir að setja svip sinn á stjórnarskrárfrumvarp það,
sem meirihlutinn lagði fram. Þegar frumvarpi'ð var rætt
1 nefnd í Neðri deild, var stigið einu skrefi lengra á þeirri
braut, sem lagt hafði vérið út á, miðlunarbrautinni. I
1) Alþt. 1891, B, 536.
2) Alþt. 1889 A, 8 o. áfr.
3) Norðurljósið 6/7 ’89.