Saga - 1968, Blaðsíða 79
KRAFAN UM ÞINGRÆÐI
75
lenzk mál.1) Svo er að sjá, að allt frá byrjun hafi krafan
um þingræði alls ekki verið á stefnuskrá Benedikts, og það
átti sér nokkurn aðdraganda, að lögð væri á hana slík
áherzla, sem gert var 1890 og síðar. Fyrstu ummæli sín
um þingræði viðhafði hann reyndar á Alþingi 1886,2 3)
tveim árum eftir að vakið var máls á kröfunni um stjórn-
lagalega tryggingu fyrir þingræðisstjórn og þung áherzla
var á hana lögð í opinberum umræðum; en ummæli hans
þá, að hin endurskoðaða stjórnarskrá fæli í sér „lögskip-
að þingræði", virðast undarlega utangátta, svo órökstudd
sem þau eru. Frá 1886 átti krafan um þingræði sér skel-
eggan forvígismann, þar sem var Skúli Thoroddsen, og
á Alþingi 1887 reyndist Jón Ólafsson nægilega fylgis-
sterkur, einkum vegna stuðnings þeirra Páls Briems og
Sigurðar Stefánssonar, til að fá því framgengt, að algert
bann við bráðabirgðafjárlögum var tekið upp í frumvarp-
ið.2) Þetta bann frá 1887 tryggði Alþingi fjárlagasynjun
sem pólitískt-þingræðislegt örþrifaráð og var traustasta
undirstaðan, sem krafan um þingræ'ði var nolckurn tíma
reist á í stjórnarskrárfrumvarpinu sjálfu.
Þegar fallið var frá hinu skilyrðislausa banni við bráða-
birgðafj árlögum 1889, var það skref liður í þeirri miðlun-
arpólitík, sem reynd var það ár. Bannið hafði mætt mik-
illi andstöðu af hálfu konungkjörinna þingmanna 1887,
og miðlunarmennirnir frá 1889 settu sér einmitt það
uiark að fá hina konungkjörnu til að styðja endurskoðun
stjórnarskrárinnar. Hið skilor'ðsbundna bann, sem eftir
var skilið, tryggði Alþingi eigi að síður tökin á fjármál-
unum, en jafnframt var horfið frá fjárveitingarsynjun-
inni sem tryggingu Alþingis á úrslitastundu. Það skref að
falla frá ákvæði, sem skýrt og afdráttarlaust túlkaði kröf-
una um þingræði, stigu menn, sem á Alþingi 1887 höfðu
beitt sér eindregið fyrir því að fá ákvæðið í frumvarpið
1) Sjá O. D„ Saga 1961, 235, sbr. 250.
2) Sama rit, 248.
3) Sama rit, 250—70.