Saga - 1968, Blaðsíða 149
RITFREGNIR
145
Víkingamir. Almenna bókafélagið. Reykjavík 1967.
Þetta er nýtízkuleg stássbók, 288 blaðsíður, en brot 28 x 30 sm, og
þar með er hún eríiður gestur í venjulegum bókaskáp. Útgefendur
sem aðrir verða að minnast þess, að allt sem er mjög nýtízkulegt,
eldist fljótt og verður gamaldags. Menn eru búnir að bjástra við bóka-
gerð í rúm 4000 ár og hafa fyrir óralöngu ráðið leyndardóma hins si-
gilda brots; fráhvarf frá því er venjulega til lýta.
Höfuðkostir bókarinnar eru skýrleiki í myndum og máli. Textinn
er magur en ljós, og teikningar af húsum, áhöldum og búningum nor-
ræns fólks á víkingaöld eru gerðar eftir fyrirsögn fornfræðinga og
margar góðar. Víkingaöld hefur átt upp á pallborðið hjá fræðimönnum
síðustu áratugi, og er fjöldi alls konar bóka helgaður henni á ári
hverju. Þá hefur verið unnið mikið að fornminjarannsóknum víða um
lönd, en fornleifafundir hafa einkum leitt daglegt líf víkinga i dags-
ljósið. Islenzk kvæði og sögur eru ótæmandi námur alls konar fróð-
leiks um víkingaöld, manngerðir hennar og ævintýr, en það vakir sjald-
an fyrir höfundum þeirra að lýsa skipum, klæðum og áhöldum manna
af fræðilegri nákvæmni, enda liðu aldir milli atburða og sagnaritunar.
Vitneskju um þá hluti veita einkum fornleifar, en við nýjustu rann-
sóknir þeirra er mjög stuðzt í þessari víkingabók. Henni er ætlað að
vera allsherjar kynning á frægasta skeiði I sögu Norðurlanda, og hún
nær þvi marki þolanlega. Hún geymir menningarsögu fremur en per-
sónusögu, fjallar rækilegar um aldarfar, tízku og tækni en afrek ein-
staklinga. Frægðarmönnum eins og Eiríki rauða er þó alls ekki gleymt.
Og fleiri garpar en við Islendingar hafa löngum staðið öðrum fæti i
járnöld víkinga, eins og bókin sannar. Þannig mun það flestum nýr
vísdómur, að brezki riddaraliðsbúningurinn (húsarabúningurinn) á
20. öld eigi rætur að rekja til reiðfata vikinga 1000 árum áður, en þeir
sniðu þann búning mjög að ungverskri fyrirmynd. Þannig var Winston
Churchill búinn að tízku vikingaaldar, er hann gegndi herþjónustu sem
riddaraliðsforingi á Indlandi.
Þessi forlátabók er gefin út af forlaginu Tre Tryckare, Cagner &
Co. í Gautaborg í Svíþjóð eftir hugmynd og fyrirsögn Ewerts Cagners
forstjóra og prentuð í Milanó á Ítalíu, en islenzk útgáfa er gerð á
vegum Almenna bókafélagsins. Höfundar eru margir helztu sérfræð-
ingar í sögu vikingaaldar á Vesturlöndum, en aðalritstjóri Bertil Alm-
gren fornfræðingur og prófessor við háskólann í Uppsölum i Svíþjóð.
Meðal höfunda eru þeir Kristján Eldjárn þjóðminjavörður, Thorkild
Ramskou vörður við þjóðminjasafn Dana, Charlotte Lindheim vörður
við fornminjasafn háskólans í Osló, Rune Lundquist frá háskólanum I
Uppsölum, Peter Sawýer frá háskólanum í Leeds á Englandi, Torsten
Capelle frá háskólanum i Göttingen í Þýzkalandi, Yves Rouard frá
háskólanum í Caen á Frakklandi og margir aðrir lærdóms- og lista-
menn.
Eiríkur Hreinn Finnbogason borgarbókavörður í Reykjavík hefur
þýtt bókina með sóma nema ritgerð Kristjáns Eldjárns, sem er frum-
samin á máli víkinga. Þýðingin er alls ekki vandalaus, því að hér er
10