Saga - 1968, Blaðsíða 27
KRAFAN UM ÞJNGRÆÐI
28
verð sambandinu milli íslands og Danmerkur.1) Þetta síð-
ast nefnda bendir til þess, að upphaflega hafi verið ætlun-
in að veita konungi almennan rétt til að afturkalla stað-
festingu, og ummæli Páls Briem á Alþingi 1891 staðfesta,
að svo hafi verið.2)
Tilgangurinn með þessum breytingum hefur óefað verið
sá áð gera frumvarpið aðgengilegra fyrir konungkjörna
þingmenn og stjórnina. Með ákvæðunum um ráðherra fyr-
ir ísland í Kaupmannahöfn og um afturköllunarrétt kon-
ungs var tekið tillit til þeirrar aðfinnslu stjórnarinnar við
frumvarpið frá 1885, að það stefndi að skilnaði við Dan-
mörku, og einnig til þeirrar gagnrýni hinna konungkjörnu,
að frumvarpið takmarkaði um of forréttindi konungs.3)
Bannið við bráðabirgðafjárlögum hafði mætt sérstaklega
harðri gagnrýni af hálfu hinna konunglcjörnu 1887 ein-
mitt vegna þess, að það tryggði Alþingi aðstöðu til fjár-
lagasynjunar sem ráðs til að knýja fram stjórnarskipti.
Nú var þessari valdaaðstöðu sleppt, en í staðinn var fyrir
því séð með takmörkuninni á þingrofsréttinum, að stjórn-
in gæti ekki með því áð rjúfa þing skapað skilyrði fyrir
því að gefa út bráðabirgðafjárlög samkvæmt nýja ákvæð-
inu í 17. grein.
Það kann að virðast undarlegt, að Jón Ólafsson skyldi
vera reiðubúinn til að falla frá hinu skilyrðislausa banni
við bráðabirgðafjárlögum, úr því hann hafði lagt svo ríka
áherzlu á nauðsyn þess 1885 og 1887.4) En þess ber að
1) Þjóðólfur 30/8 ’89. Benedikt Sveinsson og Sigurður Stefánsson
eru hér ekki nafngreindir, en talað er um þá sem hina tvo „ósveigjan-
legu"; af grein í sama blaði 11/10 sést greinilega, að átt er við þá.
2) Hann var þvi fylgjandi að taka upp „skilyrðislausan afturköllun-
arrétt", sagði hann, „því . . . verð ég nú að játa, að ég hafi gjört mis-
stig með því að ganga inn á samkomulag við hv. þm. Isf. (Sigurð Stef-
ánsson) og félaga hans 1889. Ég sé það nú, að það hefði verið rétt-
ara að fylgja ráðum þáverandi þm. S.-Múl. (Jóns Ólafssonar), sem
sagði hvað eftir annað: „Látum þá fara! Látum þá fara!“ Alþt. 1891
B, 564.
3) Sjá O. D„ Saga 1961, 240 og 266.
4) Sjá sama rit, 228, 232 o. áfr., 261 o. áfr,