Saga - 1968, Blaðsíða 42
38
ODD DIDRIKSEN
málinu á Alþingi 1889. Þegar ræða skyldi þingsályktunar-
tillöguna laugardaginn 24. ágúst, kl. 5 síðdegis, mættu ekki
níu þingmenn og gerðu fundinn þar með óályktunarfær-
an.1) Síðasta þingdaginn, mánudaginn 26. ágúst, skoruðu
tólf þingmenn á forsetann, Benedikt Sveinsson, að kveðja
Neðri deild til fundar til áð ræða stjórnarskrármálið; en
hann vísaði áskoruninni á bug með þeim rökum, að tíminn
v^sri of naumur.2) I Efri deild hafði stjórnarskrárnefndin
lagt fram svipaða þingsályktunartillögu og nefndarmeiri-
hlutinn í Neðri deild.3) En þegar ljóst var orðið, hver mála-
lokin yrðu í Neðri deild, tók nefndin tillöguna aftur.4)
í samræmi við ályktun Þingvallafundar 1888 hafði Sig-
urður Stefánsson borið fram frumvarp til stjórnarskrár-
breytingar, sem miðaði að því að hækka tölu þjó'ðkjörinna
þingmanna, þannig að þeir yrðu 28 í Neðri deild og 8 í
Efri deild. Frv. var samþykkt í Neðri deild með 17 at-
kvæðum, en var fellt með 6 atkvæðum gegn 4 í Efri-
deild.3 6) Alþingi 1889 lauk þannig án þess nokkur sam-
þykkt væri gerð í stjórnarskrármálinu.
Stjórnarskrárfrumvarpið, eins og það lá fyrir frá Efri
deild, var frá upphafi kallað „miðlunin", og stuðningsmenn
þess voru nefndir miðlunarmenn.0) Miðlunarmennirnir
voru einnig stundum nefndir meirihlutinn, og andstæðing-
arnir, sem sjálfir völdu sér heitið „sjálfstjórnarmenn“,
voru þá kallaðir minnihlutinn.7) Miðlunarmennirnir höfðu
1) Þjóðólfur 27/8, 30/8 ’89; Fjallkonan 27/8 ’89; tsafold 28/8 '89;
Norðurljósið 23/9 ’89. Þeir, sem mœttu ekki, voru: Grímur Thomsen,
Gunnar Halldórsson, Jón Þórarinsson, Ólafur Pálsson, Páll Pálsson,
Sigurður Stefánsson, Sveinn Eiríksson, Þórarinn Böðvarsson og Þor-
valdur Bjarnason.
2) tsafold 28/8 ’89; Þjóðólfur 30/8 ’89; Norðurljósið 23/9 ’89.
3) Alþt. 1889 C, 570.
4) Sbr. Björn Þórðarson, Alþingi og frelsisbaráttan 1874—1944.(1951),
bls. 59 (síðar tilvitnað: Alþingi).
5) Alþt. 1889 C 451; B 1125; A 724.
6) Sbr. Björn Þórðarson, Alþingi, 58.
7) Norðurljósið 15/2 ’90; Þjóðviljinn 23/7, 30/8 ’90; Fjallkonan 15/7’90.