Saga - 1968, Blaðsíða 107
ÆTTIN GlSLA BÓNDA
103
Hafa verður í huga, þegar vísað er til ártala í annálun-
um, sem að framan greinir, að tímatal þeirra er ekki í inn-
byrðis samræmi og hefur ekki verið rannsakað neitt að
ráði enn, svo ég viti.
Ætla mætti, að Andrés sé fæddur nálægt 1325. Hann
hefur vafalaust búið í Mörk undir Eyjafjöllum. Um konu
hans er ekkert kunnugt og ekki heldur um ætt hans, en
ætla má um stórbónda í Rangárþingi, að skammt sé að
rekja ætt hans til Oddaverja. Bróðir hans gæti verið Oddur
sá Gíslason, sem méð honum fór utan 1367, og er það raun-
ar líklegt af orðalaginu að dæma í annálnum.
Svo sem að framan segir og fram kemur í kafla hér á
eftir um Gísla Andrésson, er ekki líklegt, að sá Gísli hafi
verið sonur Andrésar hirðstjóra Gíslasonar, sem þó víða
er talið, og raunar eru engar líkur kunnar, er leiða að því,
hvort hann hafi átt niðja, aðrar en þær, sem felast í hinu
framansagða um það, að Sesselja Þorsteinsdóttir eða Ingi-
björg Pálsdóttir hafi hlotið jörðina Mörk að erfðum.
Andrés hefur verið ættfærður í Sýslumannaævum og í
íslenzkum æviskrám, talinn sonur Gísla djákns Grímsson-
ar lögmanns Þorsteinssonar. Það er óhætt að fullyrða, að
hér er um haldlausar getgátur að ræða, og verður að hafna
þeim með öllu.
ODDUR GÍSLASON
Gottskálksannáll segir m. a. við árið 1367: „Utanferð
• • • . Andréss og Odds Gíslasona". Af þessu orðalagi mætti
G' t. v. ráða þáð, að þeir hafi verið bræður Andrés og
Oddur. Við árið 1368 segir sami annáll: „Jón Ketilsson og
Oddur Gíslason gengu af landi í burtu, og kom hvorugur
aftur“. Hér mun vera átt við það að þeir hafi farið burt
Ur Noregi og hvorugur komið aftur.
I dómi, sem gekk árið 1363 og skráður var í Odda á
Rangárvöllum 16. ágúst það ár, segir, að með því að sjötta