Saga - 1968, Blaðsíða 32
28
ODD DIDRIKSEN
þar bætir hann við aftur og aftur, að þessi lönd búi við
þingræði.1) Hann viðurkennir, að Efri deild mundi verða
mjög íhaldssöm málstofa samkvæmt frumvarpinu, eins og
það var samþykkt í Efri deild 1889,2) en hann leggur
áherzlu á í þessu sambandi, að „þegar innlend stjóm er
komin á, er líklegt, að menn muni bera gæfu til þess að
hafa þegar frá upphafi stjórn, sem vill vinna að framförum
landsins í samdrægni við fulltrúa þjóðarinnar". Hann tek-
ur ekki fram, hvort hann eigi með orðalaginu „fulltrúum
þjóðarinnar" eingöngu við þingmenn Neðri deildar, en eðli-
legast er að skilja orð hans þannig. Um landsdóm er hann
hins vegar ekki myrkur í máli: „Dómstóllinn á að dæma
eptir lögunum, en hann á ekki að vera verkfæri í höndum
meiri hlutans í Neðri deild til þess að hafa þá ráðgjafa úr
völdum, sem honum mislíkar við.“ Hann heldur áfram:
„Þingræðið verður að byggjast á öðru; það verður að vera
byggt á viturleik, hyggindum, drengskap, stillingu og festu
hjá þjóðinni og fulltrúum hennar.“3)’
Röksemdir Páls Briems gegn tillögu Sigurðar Stefáns-
sonar um að halda ákvæðinu um samsetningu landsdóms
úr frumvarpinu frá 1885, jafnvel með Efri deild sem íhalds-
samri málstofu með 4 þingmönnum skipuðum af stjórninni
og 8 af amtsráðum, svo sem deildin lagði sjálf til 1889,4)’
virðast varpa ljósi á afstöðu hans til þingræðisins. Hann
bendir á, að eftir að hinn ákærði hafi rutt 5 amtsráðskjörn-
um dómendum, og jafnvel þó að einn stjórnarkjörinn dóm-
andi verði að ganga úr við hlutkesti, eru eftir 6 stjórn-
kjömir dómendur, þ. e. a. s. % af meðlimum dómsins. „Það
verður eigi séð, að hverju leyti tillaga S[igurðar] St[efáns-
sonar] er aðgengilegri fyrir þá, sem heimta, að dómstóllinn
sé þjóðkjörinn eða þingkjörinn, heldur en að hafa yfirdóm-
1) Andvari 1890, 10, 13, 16 o. áfr.
2) Sjá bls. 30 og 36 hér á eftir.
3) Andvari 1890, 31, 35, 44—45,
4) Sjá bls. 36 hér á eftir,