Saga - 1968, Blaðsíða 67
KRAFAN UM ÞINGRÆÐI
63
bann við útgáfu bráðabirgðafjárlaga voru allar breytinga-
tillögur felldar, einnig tillaga Páls um takmörkun á þing-
rofsréttinum, sem stóð í svo nánu sambandi við ákvæðið um
bráðabirgðaf j árlög.1)
Tillagan um takmarkaðan þingrofsrétt, sú sama sem
samþykkt var af báðum deildum 1889, olli Benedikt Sveins-
syni miklum erfiðleikum. Hún var óþörf, sagði hann, en
erfitt að fella hana, úr því hún var komin fram. Hún gat
átt rétt á sér, ef menn bjuggust við sömu aðferðum og í
Danmörku. „En stjórnskipun sú, sem vér erum að koma á,
á ekki að vera byggð á óþarfa tortryggni; það er óhugsandi
að landstjóri rjúfi þingið til þess að fá ekki fjárlög; það
er mest í „interesse“ stjórnarinnar sjálfrar að fá fjárlög."
En ef menn hugsuðu sér, að stjórnarskrá væri ekki annað
en bókstafur hennar, þá væri slíkt ákvæði kannski ekki
óþarft.2)
Það er greinilegt, að Benedikt Sveinsson vildi ekki leng-
ur taka eindregna afstöðu gegn kröfum um ákvæði, sem
kæmu í veg fyrir þróun slíka sem í Danmörku. Meðal félaga
hans í nefndinni var að minnsta kosti einn — Skúli Thor-
oddsen — ákveðinn fylgismaður slíkra ákvæða. Nokkrir
af atkvæðamestu mönnum stjórnarskrárbaráttunnar höfðu
krafizt þeirra síðan 1885.3 4) En þó að Benedikt Sveinsson
gseti ekki vegna aðstöðu sinnar tekið algerlega neikvæða af-
stöðu til slíkra trygginga, féllst hann ekki á, að þær væru
uauðsynlegar. Þáð stendur í sambandi við skoðun hans á
«tj órnmálum og þeim öflum sem ákvarða söguþróunina, en
þessi skoðun kemur fram í öðrum ummælum, sem hann við-
hafði í umræðunum 1891 :l)
„Vér megum treysta þvi, aS í tímanum liggur andi sannleikans,
sem bandar mannlífinu og þjóðlífinu í rétta átt, enda þótt þögull
sé. Boðum þessa anda vérða allir að hlýða og að lokum, fyrr eða
1) Alþt. 1891 13, 604 o. áfr.
2) Sama rit, 490.
3> O. D., Saga 1961, 255 o. á.; sbr. sama, 270.
4> Alþt. 1891 B, 497 o. áfr.