Saga - 1968, Blaðsíða 89
ELDRI OG YNGRI GERÐ ÞORLÁKS SÖGU
85
síðari hluti 28. kafla í B. Þarna er sagt frá banalegu Þor-
láks og hvernig hann skildi við sitt embætti. I A segir: „Páll,
systurson hans, kom ok at finna hann í sinni sótt, því at
biskup elskaði hann mest sinna frænda, ok margir vinir
ok ástmenn biskups kvomu til hans at þiggja af hon-
um heil ráð en sýna honum sína ást. Þar kom Þor-
valdr Gizorarson, mikill höfðingi, ok reiknaði hinn sæli
Þorlákr fur kennimönnum ok höfðíngjum fjárhagi staðar-
ins.“ Með ráði þeirra leggur hann nokkurt fé til frænda
sinna fátækra, því mikið hafði græðzt. Síðan skiptir biskup
klæðum sínum og gripum. „Hann gaf gull Brandi biskupi,
en vígslugull sitt Páli systursyni sínum, ok var þat forspá
hans tignar."1)’
Hér er sagt, að Þorlákur elskaði Pál mest sinna frænda,
gaf honum vígslugull sitt og að Páll hafi verið viðstaddur,
þegar Þorlákur lét af embætti.
í B verður annað uppi, þótt orðalag sé ekki mjög frá-
brugðið. „Margir kómu þá ok vinir hans ok frændr at finna
hann ok þiggja af honum heil ráð, en sýna á honum fasta
ást með fullum alhuga. Páll systurson hans kom til hans í
sóttinni ok sýndi enn sem fyrr, at hann var honum ástsam-
astr allra sinna göfugra frænda.“2) Er mjög tók að líða
að Þorláki, sendi hann eftir Þorvaldi Gizurarsyni, tjáði
fyrir honum fjárhagi staðarins, og með ráði Þorvalds og
annarra vina sinna gæðir biskup fátæka frændur sína fé.
„Brandi biskupi at Hólum gaf hann fíngrgull; en þat fíngr-
gull, sem sjálfr hann hafði borit dagliga sér á hendi, gaf
hann Páli systursyni sínum, er biskup varð næstr eptir
hann, ok var þat vígt, ok virðu þat margir vera firirspá
hans tignar, þeirrar sem eftir kom.3) Frásögninni úr A
er ekki breytt þarna vegna þess, að höfundur B telji nauð-
synlegt áð bæta orðalagið. Fyrr í þessum sama kafla segir:
»,Hann lýsti því, at hann vildi klæðnat sinn gefa kenni-
1) Bisk s. I., 110. bls.
2) Sama rit, 295. bls.
3) Sama rit, 296. bls.