Saga - 1968, Blaðsíða 166
162
RITFREGNIR
löndum, fortíö og nútíð renna saman í eitt. Tímaskyn fólksins þarna er
líka annað en Vesturlandabúans, og það er ekki heldur búið að drekka
í sig þá vafasömu vestrænu speki, að timinn sé peningar. Þvi liggur
ekki nein ósköp á.
Frásagnarstíll Jóhanns er skýr, alþýðlegur og tilgerðarlaus, en
þó frumlegur að sínum hætti. Þegar minnst varir, skýtur upp orðum
og orðatiltækjum, sem minna á riddarasögur, heilagra manna sögur
eða bibliumál af fornlegra taginu. Þessi stíll er oft ísmeygilega
skemmtilegur, en kemur reyndar ekki á óvart þeim, sem þekkja Jó-
hann Briem. — Bókin er prýdd allmörgum litmyndum og penna-
teikningum eftir listamanninn eins og fyrri bækur hans.
Ég efast um, að ég hafi lesið nokkra bók, sem sameinar i jafnríkum
mæli að vera fróðleg og skemmtileg og þessi bók hans um undra-
löndin í austri.
Ólafur Hansson.
Minningar Stefáns Jóhanns Stefánssonar. Fyrra bindi 1966. Siðara
bindi 1967. Setberg. Reykjavík.
Það er fágætur viðburður, en þeim mun ánægjulegri, þegar íslenzkur
stjórnmálamaður seztur í helgan stein snýr sér að því að rifja upp
gengna leið, endurmeta liðna atburði og hálfgleymd deilumál, og
leyfa þannig öðrum að sjá á spil sín að loknum leik.
Ekki er tiltökumál, þó að sitt sýnist hverjum við lestur slikra bóka,
rétt eins og var, þegar hitann lagði af atburðum þeim, sem um er
fjallað.
Það er skemmst frá að segja, að Stefán er lipur rithöfundur, hefur
einfaldan og óþvingaðan frásagnarmáta og viðkunnanleg tök á móður-
málinu. Raunar segist hann í æsku hafa dreymt stóra drauma um
að verða mikill rithöfundur, þ. e. ritstjóri víðlesins blaðs, sem mætti
leiða lýðinn. Kemur þá i ljós að bak við þennan rithöfundardraum
hefur leynzt sá demon, sem í æsku altók hinn fátæka föðurleysingja
á Dagverðareyri og tæplega hefur enn sleppt af honum tökum sinum,
demon stjórnmálanna. Strax i bernsku er höfundur heillaður af
stjórnmálum sem leik, og fullorðinn steypir hann sér út i hringiðu
þeirra jafnskjótt og hann fær því með góðu móti viðkomið. Hann
virðist snemma hafa sett sér hátt takmark, — áhrif i flokki sinum,
völd í landinu og þægilega stöðu i þjóðfélaginu, — og snúast endur-
minningar hans einkum um leiðina að þessu takmarki. Virðist hún
hafa veriö ótrúlega auðsótt, margt lánið leggst höfundi til, en óhöpp
hristir hann furðanlega af sér, er alla tíð hneigður til bjartsýni að
eigin sögn. Vitaskuld hefur Stefán Jóhann líka barizt fyrir framgangi
ýmissa hugsjónamála, en um slíkt verður honum ekki sérlega tíð-
rætt. Hugmyndafræði segist hann að vísu hafa kynnt sér rækilega
á stúdentsárunum og jafnvel lengur. En hann er þannig „pólitískur",
að honum verður skrafdrýgst um togstreitu innan Alþýðuflokksins,
aðdraganda stjórnarmyndana, ágreiningsefni á alþingi og annað slíkt.