Saga


Saga - 1968, Page 166

Saga - 1968, Page 166
162 RITFREGNIR löndum, fortíö og nútíð renna saman í eitt. Tímaskyn fólksins þarna er líka annað en Vesturlandabúans, og það er ekki heldur búið að drekka í sig þá vafasömu vestrænu speki, að timinn sé peningar. Þvi liggur ekki nein ósköp á. Frásagnarstíll Jóhanns er skýr, alþýðlegur og tilgerðarlaus, en þó frumlegur að sínum hætti. Þegar minnst varir, skýtur upp orðum og orðatiltækjum, sem minna á riddarasögur, heilagra manna sögur eða bibliumál af fornlegra taginu. Þessi stíll er oft ísmeygilega skemmtilegur, en kemur reyndar ekki á óvart þeim, sem þekkja Jó- hann Briem. — Bókin er prýdd allmörgum litmyndum og penna- teikningum eftir listamanninn eins og fyrri bækur hans. Ég efast um, að ég hafi lesið nokkra bók, sem sameinar i jafnríkum mæli að vera fróðleg og skemmtileg og þessi bók hans um undra- löndin í austri. Ólafur Hansson. Minningar Stefáns Jóhanns Stefánssonar. Fyrra bindi 1966. Siðara bindi 1967. Setberg. Reykjavík. Það er fágætur viðburður, en þeim mun ánægjulegri, þegar íslenzkur stjórnmálamaður seztur í helgan stein snýr sér að því að rifja upp gengna leið, endurmeta liðna atburði og hálfgleymd deilumál, og leyfa þannig öðrum að sjá á spil sín að loknum leik. Ekki er tiltökumál, þó að sitt sýnist hverjum við lestur slikra bóka, rétt eins og var, þegar hitann lagði af atburðum þeim, sem um er fjallað. Það er skemmst frá að segja, að Stefán er lipur rithöfundur, hefur einfaldan og óþvingaðan frásagnarmáta og viðkunnanleg tök á móður- málinu. Raunar segist hann í æsku hafa dreymt stóra drauma um að verða mikill rithöfundur, þ. e. ritstjóri víðlesins blaðs, sem mætti leiða lýðinn. Kemur þá i ljós að bak við þennan rithöfundardraum hefur leynzt sá demon, sem í æsku altók hinn fátæka föðurleysingja á Dagverðareyri og tæplega hefur enn sleppt af honum tökum sinum, demon stjórnmálanna. Strax i bernsku er höfundur heillaður af stjórnmálum sem leik, og fullorðinn steypir hann sér út i hringiðu þeirra jafnskjótt og hann fær því með góðu móti viðkomið. Hann virðist snemma hafa sett sér hátt takmark, — áhrif i flokki sinum, völd í landinu og þægilega stöðu i þjóðfélaginu, — og snúast endur- minningar hans einkum um leiðina að þessu takmarki. Virðist hún hafa veriö ótrúlega auðsótt, margt lánið leggst höfundi til, en óhöpp hristir hann furðanlega af sér, er alla tíð hneigður til bjartsýni að eigin sögn. Vitaskuld hefur Stefán Jóhann líka barizt fyrir framgangi ýmissa hugsjónamála, en um slíkt verður honum ekki sérlega tíð- rætt. Hugmyndafræði segist hann að vísu hafa kynnt sér rækilega á stúdentsárunum og jafnvel lengur. En hann er þannig „pólitískur", að honum verður skrafdrýgst um togstreitu innan Alþýðuflokksins, aðdraganda stjórnarmyndana, ágreiningsefni á alþingi og annað slíkt.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.