Saga - 1968, Blaðsíða 20
16
ODD DIDRIKSEN
létu ekki sitja við ályktanir frá Þingvallafundinum. Þjóð-
viljinn hafði hvað eftir annað hvatt til flokksstofnunar,
þar sem aðalstefnumálið væri endurskoðun stjórnarskrár-
innar,1) og í júlí 1888 segir blaðið, að það sé ekki nægi-
legt, að Þingvallafundurinn lýsi yfir því, að það sé vilji
þjóðarinnar að fá innlenda stjórn. Fundurinn verður líka
að gera sitt til „að koma á lögbundnum pólitískum félags-
skap um land allt“, og forustu fyrir hinum ýmsu félögum
verður að hafa á hendi „aðalstjórn eða yfirnefnd", sem
kjörin er af meirihlutaflokknum á Alþingi.2) Á Þingvalla-
fundinum las Pétur Jónsson á Gautlöndum upp ávarp frá
Þjóðliðinu, þar sem mikil áherzla var lögð á nauðsyn þess,
að stofnuð yrðu stjórnmálafélög um allt land og að þing-
menn og aðrir stæðu saman um allt, sem gæti aukið „gagn
og framfarir“ fslands. Ávarpið hlaut góðar undirtektir,
segir Þjóðólfur, en „eigi var þó neitt gert í þessu efni á
sjálfum fundinum".3) En líkur benda til þess, að flokks-
myndun sú, sem raunverulega átti sér stað í upphafi þings
1889, hafi verið undirbúin eða að minnsta kosti rædd á
Þingvöllum, þegar eftir að fundinum var lokið. Þjóðvilj-
inn segir sem sé, að eftir að fundinum lauk að kvöldi hins
21. ágúst, hafi „flestir fulltrúar, alþingismenn og nokkrir
aðrir [farið] til Lögbergs, til þess að ráða ráðum sínum“.
Bláðið getur þess ekki, um hvað hafi verið ráðgazt. En
Skúli Thoroddsen gefur í skyn á fundi á ísafirði 5. apríl
1889, að meirihluti þjóðkjörinna þingmanna hafi haft
áform um að stofna flokk með 3—5 manna stjórn,4) og
það er ekki óeðlilegt að álykta, að þessi áform hafi einmitt
átt rót sína að rekja til ráðstefnunnar á Lögbergi.
Þingmálafundir voru haldnir í nær öllum kjördæmum
fyrir þing 1889.5) Flestir þeirra lýstu svipuðum stuðningi
1) Þjóðviljinn 27/6, 21/10 87, 11/1 ’88; sbr. hér á eftir.
2) Sama blað 12/7 ’88.
3) Þjóðólfur 24/8 ’88.
4) Þjóðviljinn 6/9 ’88 og 13/4 ’89.
5) Þjóðólfur 28/6, 9/7 ’89; sbr. hér á eftir.