Saga - 1968, Blaðsíða 137
ÞÆTTIR ÚR LANDVARNASÖGU
133
vel hafi veri'ð skotið af fallstykki. En þetta var þá kaupskip
á leið til Reykjavíkur, en ætlaði að hafa viðdvöl í Eyjum.
Eitt gott leiddi af þessari herfylkingu. Drykkjuskapur
og svall minnkaði til muna, enda lágu við því þungar refs-
ingar, sem fyrr var sagt. Eyjamenn voru líka svolítið upp
með sér af hernum sínum. Eggjuðu þeir Reykvíkinga mjög
til þess að koma upp hjá sér herflokki og buðust jafnvel til
þess að lána þeim einn af flokksforingjum sínum til þess
að segja fyrir um heræfingar og vopnaburð. Urðu Reykvík-
ingar fúlir við þetta tilboð, og segir Jón Guðmundsson rit-
stjóri í Þjóðólfi árið 1857, „að ástæða sé til þess, að bæði
yfirvöld bæjarins og bæjarstjórn rói að því öllum árum, að
hvorki hafi Vestmannaeyingar eða aðrir tilefni til að hæl-
ast um við Reykvíkinga, fyrir að þeir láti mörg ár enn líða
áður en þeir komi sér upp vel skipuðu og vopnabúnu varn-
arliði, með því og að hörmung sé til þess að vita, að hver
hleypiskúta, sem hingað vildi skjótast með illum hug, skuli
eiga við oss allskosta."10)
Ekki tóku yfirvöldin þessari ábendingu ritstjórans ýkja
vel, svo Reykvíkingar eignuðust enga herfylkingu.
Bessastaðaskanz.
Eftir þennan útúrdúr með herfylkingunni er rétt að
víkja sér til Bessastaða. Eftir fiskibaggaskanz Holgeirs
Rosenkrantz var lítið að gert í þessum málum fram eftir
öldinni. Það var ekki fyrr en 1667, þegar ýfingar eru með
Dönum og Hollendingum annars vegar og Englendingum á
hina hlið, að konungur telur ástæðu til þess að víggirða
Bessastaði. Með þvi að sá kvittur hafði komið upp í Dana-
veldi, að Englendingar hefðu hug á að hertaka Tsland eða
væru jafnvel búnir að því, bregður Friðrik 3. við hart og
íitar opið bréf 3. júlí 1667, svohljóðandi: