Saga - 1968, Blaðsíða 100
96
EINAR BJARNASON
Þar segir einnig, í I 8: „Andrés Gíslason ( --- 1375).
Hirðstjóri í Mörk. Faðir: Gísli djákn í Mörk Grímsson
lögmanns Þorsteinssonar. Fór utan 1355 ...........Sonur
hans: Gísli ríki í Mörk, má og vera Bjarni ábóti í Viðey,
Þórarinn prestur á Hallormsstöðum (B. B. Sýsl.)“.
Síra Jón Halldórsson í Hítardal segir í Hirðstjóraannál,
og er það elzta heimildin af þeim, sem hér hafa verið
nefndar: „Sonur Andrésar (þ. e. Andrésar hirðstjóra
Gíslasonar) sýnist vera Gísli Andrésson, sem hér 1392
heimti peninga sína af Vigfúsi Flosasyni í Krossholti, en
Vigfús var fjölmennari og kúgaði Gísla til að gefa sig
kvittan. Mun því Vigfús hafa tekið fjárforráð Gísla í hans
barndómi eptir dauða Andrésar, en Vigfús sigldi 1381,
eður 1384 eptir Flateyjarannál, og er ei hans hingaðkomu
getið fyrr en á fyrrgreindu ári, hvar fyrir Gísli hefur ei
kunnað að heimta fé sitt fyrr. Voru þá liðin 18 ár frá
dauða Andrésar hirðstjóra."1)
Esphólín kann að hafa fullyrðingu sína um faðerni Gísla
frá síra Jóni Halldórssyni, og líklegast er, að nöfnin Andrés
Gíslason og Gísli Andrésson hafi verið höfundum allra
fyrrgreindra heimilda nægileg átylla ýmist til að fullyrða
eða láta í ljós án verulegs efa, að Gísli hafi verið sonur
Andrésar, og eins og oft vill verða tekur hver eftir öðrum
án þess að rannsaka sjálfur niður í kjölinn, hvort stað-
hæfingin standist.
Engar líkur eru til þess, að fyrrgreindir höfundar hafi
haft nokkrar frekari heimildir um Andrés eða Gísla en
nú eru til, og hin elzta orðar það varlegast, er hún telur
Gísla son Andrésar, sbr. „sýnist vera“. Síra Jón hefur því
enga örugga heimild haft um þetta atriði.
Nú verður að geta þess, að engin heimild þeirra, sem svo
gamlar eru, að á þeim megi byggja og telja má öruggar,
gefur nokkra ástæðu til að álykta, að Gísli hafi borið viður-
nefnið „ríki“ eða hafi verið þeim mun auðugri en aðrir
1) Safn til sögu íslands II 622.