Saga


Saga - 1968, Blaðsíða 160

Saga - 1968, Blaðsíða 160
156 RITFREGNIR en sá skýringarmáti hefur i raun verið hin eina viðtekna söguskoðun. Við efnisvalið er það athugavert, að þar er oft ekki hirt um sögulegt gildi, því að fljótt er farið yfir ýmis mikilvæg mál, eins og Valtýskuna og hið erlenda verzlunarvald, en hins vegar greint fullt eins rækilega, ef ekki rækilegar frá ýmsu, sem skiptir litlu máli og má teljast til skemmtiefnis, en slíkt efni ber ekki að lasta, ef hitt er sett i fyrirrúm, sem mikilvægara er. Til dæmis fær Alaska- för Jóns Ólafssonar langtum meira rúm en þingræðishugmyndir hans. Um efnisskipun er það að segja, að hún er haganleg og frásögnin rennur fram eðlilega, en stundum rýfur höfundur hana og tekur að hugleiða sitthvað utan ramma sögunnar. Á einum stað segir hann: „Þó hálf öld sé liðin á þessu ári frá andláti Skúla Thoroddsens, hefur enn engin raunveruleg ævisaga hans verið skrifuð, svo furðulega seinlátir geta íslendingar verið um sína eigin sögu. En það er ekki svo gott við þessu að gera, kannski hefur alls ekki mátt skrifa sögu hans. Þegar goðsögn verður til, vilja menn, að hún lifi áfram í tilfinn- ingum og hjörtum, — hver kærir sig um að það sé farið að kryfja hana til mergjar?" (bls. 136). Allir geta tekið undir fyrra hluta þessarar klausu. En svo tekur höfundur að gefa í skyn, og hvað hann hefur fyrir sér, veit ég ekki. Ég hef haldið til þessa, að ekkert svið íslenzkrar sögu væri friðheilagt, að inn á þann akur mætti hver ganga sem vildi án þess að spyrja kóng eða prest. Það er öruggt, að íslenzkir söguritarar, einnig Þorsteinn Thorarensen, munu fjalla um hvert það söguefni, sem á hugann leitar, og ekki setja það fyrir sig, þótt einhverjir séu því andvígir eða hafi uppi einhverja viðkvæmni. Okkur vantar ævisögu Skúla, Bjarna frá Vogi, Jónasar frá Hriflu og Ólafs Thors, en því hefur ekki verið komið í verk, ekki vegna þess að slíkt hafi ekki mátt, heldur einfaldlega vegna þess að oss hefur skort mannafla. — Höfundur virðist alláhyggjufullur út af því, að stjórnmálamenn nútimans skuli „höfða til eða eigna sér stórmenni þjóðarinnar á fyrri tíð og telja sig öðrum hæfari til að ávaxta þeirra arfleifð." Varar hann lesendur við þessu framferði stjórnmálamannanna I löngum pistli (bls. 136—138) og segir mjög skynsamlega: „Skúli Thoroddsen þekkti til dæmis aldrei rússnesku byltinguna, og hver getur sagt um það, hver viðbrögð hans hefðu orðið eftir fall Stalins. — Eða hvort væri hann Maóisti?" Þá vitum við það. En nú er það svo, að um allar jarðir eru stjórnmálamenn (og reyndar fleiri), sem telja sig arftaka og álíta sig vinna í anda og stefnu fyrri tíðar manna, sem að sjálfsögðu geta lítt borið hönd fyrir höfuð sér. Dögunum oftar vitna rússneskir stjórnmálamenn til Lenins og bandarískir eru óþreytandi að vitna til Jeffersons og Lincolns, og við bregður, að íslenzkir stallbræður þeirra höfði til Jóns Sigurðs- sonar. Ekki alls fyrir löngu flutti einn af oddvitum demókrataflokks- ins vestan hafs ræðu og ræddi Vietnamstyrjöldina. Vitnaði hann þá til orða rómverska sagnaritarans Tacitus: Ubi solitudinem faciunt pacem appellant, og hef eg lúmskan grun um, að hann hafi ætlað „að eigna“ sér Tacitus gamla stefnu sinni til framdráttar. Þótt við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174

x

Saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Saga
https://timarit.is/publication/775

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.