Saga - 1968, Blaðsíða 110
106
EINAR BJARNASON
Gísli þessi er eflaust hinn sami sem sá, er fyrstur er
talinn leikmannavotta að kaupbréfi Bjarnar Jórsalafara
Einarssonar og Árna Einarssonar í Hvalfirði 26. júlí 1399.
Gísli er einn bænda þeirra, er undirrita úrskurð Odds
lepps lögmanns Þórðarsonar á Alþingi 3. júlí 1409.*)
Lögmannsannáll segir við árið 1410: „Brúðlaup Gísla
Andréssonar og Guðrúnar Styrsdóttur; var þá Snorri
Dofrason (svo) bóndi hennar lifandis og hafði verið fjögur
ár á Grænlandi. Þetta ár sigldu þeir burt af Grænlandi Þor-
steinn Helmingsson og Þorgrímur Sölvason og Snorri
Torfason og aðrir þeira skipmenn til Noregs.“
Sami annáll segir við árið 1413: „Braut Islandsfar líti'ð
fyrir Sudunni (svo), og varð mannbjörg, og tapaðist mest-
ur hluti gózsins. Þar kom út í Snorri Torfason. Reið Guð-
rún Finnsdóttir (svo) kona hans; hann tók henni med blíð-
skap“.1 2)
Nýi annáll segir í viðbæti í handritinu AM 417: „Tók
Snorri aftur konu sína, og voru litla stund ásamt, áður
hann andáðist, en hún giftist þá aftur Gísla.“3)
Snorri Torfason er meðal votta að því á Gilsbakka í
Hvítársíðu 18. maí 1417, að Þorkell Magnússon handlagði
Árna biskupi Ólafssyni jörðina Bakka í Bæjarþingum og
Kolbeinn Þorgilsson handlagði biskupi jörðina Þingnes í
Bæjarsveit.
Þáð er varla um annað að ræða en að þessi maður sé
Snorri á ökrum, og hefur hann þá lifað a. m. k. 4 ár, eftir
að hann kom út, en framar er hans ekki getið í fornbréfum,
sem nú þekkjast.
Guðrún hefur að sjálfsögðu talið Snorra mann sinn lát-
inn, þegar hann hvarf í hafi, og því hefur hún gifzt aftur.
Þau höfðu búið á ökrum á Mýrum. 28. marz 1406 stað-
festir Vermundur ábóti á Helgafelli, officialis, skipan
Gyrðs biskups um líkfærslu til Akra og Krossholts eftir
1) D. I. III 648 og 732.
2) Isl. Ann., G. Storm., 291.
3) Annales Islandici I (Rvk. 1922) 16.