Saga - 1968, Blaðsíða 77
KRAFAN UM ÞINGRÆÐI
73
Stjórnarskrárfrumvarpið gekk eins hratt og greiðlega
gegnum þingið og árið áður. í Neðri deild tóku ekki aðrir
til máls við 1. umræðu en Benedikt Sveinsson og Tryggvi
Gunnarsson. Síðan hélt frumvarpið áfram gegnum deild-
ina án þess að vera tekið fyrir í nefnd og án umræðu og
var samþykkt samhljóða við lokaatkvæðagreiðslu. í Efri
deild hélt aðeins Hallgrímur Sveinsson, konungkjörinn
þingmáður, stutta tölu við 2. umræðu. Deildin samþykkti
frumvarpið með 6 atkvæðum gegn 2 við hina endanlegu
atkvæðagreiðslu. Ásamt stjórnarskrárlögunum sendi Al-
þingi frá sér sömu lagasamþykktirnar og árið 1886, um
afnám embætta, um ráðherraábyrgð, um kosningar til
Alþingis og um laun landstjóra og ráðherra, og ábyrgðar-
lögin voru algerlega samhljóða þeim, sem samþykkt voru
1886.i)
Þau stjórnarskrárlög, sem Alþingi samþykkti 1893 og
1894, voru í aðalatriðum þau sömu, sem samþykkt voru
1885—86. En þó var einn verulegur munur. Tvö ákvæði,
sem ekki voru í stjórnarskrárlögunum frá 1885—86, veittu
örugga tryggingu gegn því, áð stjórnin gæti notfært sér að
nokkru verulegu ráði heimildina til að gefa út bráðabirgða-
!ög, og lögðu áherzlu á, að þessa heimild bæri aðeins að skoða
sem neyðarráðstöfun. í fyrsta lagi áttu bráðabirgðalög að
falla úr gildi, ef þau næðu ekki samþykki á næsta þingi,
þar sem í stjórnarskrársamþykktinni frá 1885—86 var
aðeins sagt, að þau skyldu lögð fyrir næsta þing. Þessi
breyting hafði komið inn í frumvarpið 1887.2) í öðru
lagi gat stjórnin ekki beitt heimildinni til útgáfu bráða-
þirgðalaga til þess að gefa út bráðabirgðafjárlög, ef til
y°ru fjárlög samþykkt af Alþingi, en þetta ákvæði skaut
1 reynd loku fyrir fjárlagasynjun af hálfu stjórnarinnar.
Þetta voru ákvæði, sem ekki stöfuðu af reynslu Islend-
Alþt. 1894 B, 71 o. á., 86, 131, 287; A, 152, 182, 228; C, 124; sbr.
°- D., Saga 1961, 246—249.
2> Sjá O. D„ Saga 1961, 261 o. áfr.