Saga


Saga - 1968, Blaðsíða 156

Saga - 1968, Blaðsíða 156
152 RITFREGNIR Bergsveinn Skúlason: Um annes og eyjar II. Fróði. Reykjavik 1967. 1 fyrri tíð voru Breiðafjarðarbyggðir með lífvænlegustu héruðum landsins. Þróaðist þar sérstætt atvinnulíf, enda stóðu flest bú bæði til lands og sjávar. Atvinnubreytingar 20. aldar hafa sneitt þar víða hjá garði og fólkið flúið af hólmi, en fornar lifsvenjur lent í glat- kistunni. Bergsveinn Skúlason er einna afkastamestur þeirra, sem safnað hafa breiðfirzkum fróðleik og gefið út. Hann hefur á fáum árum sent frá sér 5 bindi af því efni, og er þetta hið síðasta þeirra. Bókin greinist í fjóra þætti. Fyrst er ferðasaga um Barðastrandar- sýslu 1956. Sú frásögn er heimild, þótt hún teljist ekki að öllu leyti sagnfræði. Höfundur áir lengst á þremur stöðum: i nágrenni Skorar, Vatnsfirði og Gufufirði. Það er forn hefð að harma Eggert Ólafsson í Skor, en yfir staðinn gnæfir Stálfjall. Á styrjaldarárunum fyrri var þar unninn surtarbrandur. Það hefði verið þakkarvert, ef Berg- sveinn hefði fjölyrt minna um Eggert, en meira um fyrnda sögu námuvinnslunnar. — Ekki telur hann trúlegt, að kvikfé Hrafna- Flóka hafi fallið af harðindum í Vatnsfirði, heldur líklegra, að það hafi sloppið til fjalla úr prísundinni. — 1 Gufufirði rifjar hann upp minningar um fjárflutninga eyjamanna, staldrar við akurtröðina á Skálanesi og rústirnar á Melanesi við Þorskafjörð. Þær telur Berg- sveinn vera papatættur, en öllu líklegra mun, að hér sé um leifar af verstöð að ræða. Helztu heimildir um útgerð í Þorskafirði eru þjóð- saga ein og Ferðabók Olaviusar (II. bls. 248), en þar segir, að haustið 1774 hafi menn fengið 300—400 þorska til hlutar úr Þorskafirði og nágrannafjörðum frá októbermánuði til desemberloka. Margt getur valdið þvi, að fiskur hafi lagzt frá, þótt þarna hafi verið sæmilegasta verstöð í eina tíð. Fleiri atriði ferðasögunnar eru athugasemdaverð, en hér linnir. Annar þáttur fjallar um nokkrar afskekktustu eyjarnar á Breiða- firði, og saga mannlífs þar er rakin í stórum dráttum. Stórhugur hefur einkennt ýmsa ábúendur þeirra. Þeir hafa ráðizt í miklar framkvæmd- ir, og prýða myndir af tveimur þeirra bókina. Nú gerist þar engin saga framar. Þriðji þáttur fjallar um mannlifið á eyjunum, eins og því var skip- að árið um kring. Bergsveinn er eyjamaður sjálfur og hinn mesti fengur að þeim þáttum islenzkrar menningarsögu, sem hann rekur. En betur má ef duga skal. Þá væri vel, ef Bergsveinn vildi skrifa rækilegri lýsingu á atvinnuháttum og tækjum eyjamanna. Lokaþátturinn eru nokkrar minningagreinar um breiðfirzkt fólk. Um annes og eyjar er mesta merkis- og myndarbók. Lýður Bjömsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174

x

Saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Saga
https://timarit.is/publication/775

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.