Saga - 1968, Blaðsíða 127
ÞÆTTIR ÚR LANDVARNASÖGU
123
sjá það í eignalýsing’um. Til dæmis getur þess í eigna-
skrá Hólastóls árið 1550, að Jón biskup Arason hafi lagt
kirkjunni fyrir þau tygi, sem lógazt hafi, 2 fallbyssur og
2 áttunga puðurs, 8 járnlóð, 8 hakabyssur og 7 hálfhaka.
Einnig er þess getið, að stóllinn eigi 29 pansara, 18 hatta
eða hjálma, ein tygi að Óslandi, önnur á Brekku, fern
tygi á Auðkúlu og einn pansara að Ási í Hegranesi.
Eftir herferðir og róstur siðskiptanna virðist draga
mjög fljótt úr vopnaburði og vopnaeign landsmanna. Er
þessi skjóta afvopnun einkennileg, og eru ekki til full-
nægjandi skýringar. í vopnadómi Magnúsar Jónssonar
prúða, en sá dómur gekk 1581, er gefið í skyn, að vopna-
burður hafi verið afnuminn hér árið 1575, en ekki finn-
ast um það aðrar heimildir.
Nú er þar til að taka, að erlendar þjóðir stunduðu
mjög fiskveiðar hér við land. Urðu oft talsverðar óspektir
hér af völdum þessara manna, og má þar minna á, að árið
1579 rændu erlendir hvalveiðimenn eignum Eggerts bónda
í Bæ á Rauðasandi og gerðu þar margan miska.
Það er vafalaust vegna þessa atburðar og svo hvatn-
ingar Jóhanns Bockholts hirðstjóra, að Friðrik konungur
2. sendir til íslands árið 1580 6 byssur og 8 spjót í hverja
sýslu landsins, en ekki náði umhyggjan lengra í það skiptið.
Hér er vart unnt að ganga fram hjá vopnadómi Magn-
úsar prúða, þótt ekki sé hann alls ókunnur mönnum. Dóm-
ur þessi er dæmdur áð Tungu í Patreksfirði 12. október
1581. Dómsmenn dæma málið til lögréttu, en ekki er að
sjá, að það hafi verið tekið þar fyrir. í formála að dómn-
um telja dómsmenn upp nokkur dæmi um ófrið þann, er
steðjað hafi að landsmönnum. Síðan kveða þeir á um nokk-
ur atriði, sem þeir telja, að færa megi í betra lag. Skulu
teknar hér upp þær kvaðir, sem lagðar skyldu á almenn-
ing samkvæmt dóminum:
„Hér með dæmum vér hreppstjóra í hverri sveit menn
til að kalla og eldkveikingar á hæstum hæðum setja, fyrir
krossmessu, þar og alla vega má reyk sjá í byggðir, svo