Saga - 1968, Blaðsíða 145
LENGD ÁRSINS
141
Á einum degi frá sólstöðum færist sólsetursstaður svo
lítið, að varla verður greint með berum augum. Ef ekki
átti að muna tilfinnanlega um þessa óvissu, þurfti langan
athuganatíma, t. d. hálfa öld. Aðferðina mátti að vísu
bæta með því að setja á sig báða dagana, er sól vék t. d.
2 þvermál frá nyrzta stað, og finna sólstöðudaginn með
meðaltali. En mér finnst ótrúlegt, að Þorsteinn hafi notað
þessa aðferð, enda átti hann kost á annarri, sem var
miklu nákvæmari.
Það er að sjálfsögðu kringum jafndægrin, sem sólar-
hæð breytist örast og sólsetursstaður færist hraðast frá
degi til dags. Á 65. breiddargráðu færist hann til um tvö
sólarþvermál frá degi til dags, sem er auðvitað mjög greini-
leg færsla, ef hægt er að miða við staði á sjóndeildarhring.
Nú stendur svo sérstaklega á, áð engum mönnum mátti
vera það augljósara en Þórsnesingum, að sólsetursstaður
kringum jafndægri færðist til í missiratalinu.
Frá Hofsstöðum eða fyrri þingstaðnum eða stöðum á
sunnanverðu Þórsnesi með nægu útsýni eru norðurmörk
Snæfellsnessfjallgarðs (Eyrarfjall) nærri í hávestur;
þarna eru skörp mörk milli fjallgarðs og opins hafs. Að
vetri og framan af vori sígur sól bak við fjallgarðinn,
en einn góðan veðurdag nærri jafndægrum nær hún sér
norður yfir fjöllin og sezt í opinn Breiðafjörð. Þetta er
mjög skýrt, vegna þess hve sólsetursstaðurinn færist
langt frá degi til dags. Þessi athugun hefði verið mjög
eðlileg, þótt fólkið hefði haft lítinn áhuga á sólargangi.
En vafalaust hafa menn ekki síður en í dag fylgzt með og
fagnað hækkandi sól, og við getum jafnvel hugsað okkur
það sem hátíðlegan dag, er sólin komst norður fyrir fjöllin.
En hér við bætist svo það, sem miklu máli skiptir, að
Þórsnesingar þurftu að fylgjast með tímanum bæði vegna
þingsins og hofsins. Hjá því gat varla farið, að á fáeinum
árum sæju menn þá breytingu, sem á var orðin, þ. e. a. á