Saga - 1968, Blaðsíða 97
ELDRI OG YNGRI GERÐ ÞORLÁKS SÖGU 93
lákur Þórhallsson barðist fyrir fyrstur íslenzkra manna,
svo vitað sé.
Eldri sagan er eflaust sönn persónulýsing. En réttu máli
virðist vísvitandi hallað á þann hátt að geta ekki sumra
atriða og atburða, sem meginmáli skipta. Stefnu Þorláks
í kirkjumálum er leynt, þótt staðamál væru mikilvægustu
stjórnmálaátök 13. aldar. Stefnumið höfðu áhrif á flokka-
skiptingu, en ekki einvörðungu persónulegir hagsmunir
einstaklinga og ætta. A leitast við að tengja Þorlák hinni
innlendu kirkj ustefnu, — enginn stefnumunur greinir
hann þar frá hinum fyrri biskupum. Dýrlingurinn er
ágætasti hlekkurinn í keðju og ekki hinn síðasti. í Páls
sögu segir, að Páll biskup hafi heitið því í sinni fyrstu
messu „at hann mundi öll boð þau bjóða, sem Þorlákr
biskup hafði boðit."1)
Þegar það merki var að nýju hafið, sem Þorlákur
hafði orðið að láta síga, urðu hugmyndir manna um
dýrling Skálholtsbiskupsdæmis að vera í samræmi við
kröfur þær, sem fylgismenn kirkjuvaldsstefnunnar gerðu
til heilagra manna. — Þess vegna hefst B með skeleggum
formála, sem skýrir tilgang verksins. Fylgt er eldri gerð
sögunnar, þar sem unnt er; frásögn er ekki breytt, nema
efnisleg ástæða sé til, en „missagnir" eru leiðréttar, og
kirkjulegu starfi Þorláks er lýst af „nákvæmni". Frásögn-
in af öllu þessu er mjög nákvæm og hvílir auðsæilega á
rækilegri þekkingu á efninu, segir Finnur Jónsson rétti-
lega.2)
Höfundar beggja sagnanna, A og B, fremja sömu glöp,
— fella brott atriði, sem samrýmast illa eða ekki viðhorf-
um þeirra til kirkjumála. Þeir standa báðir föstum fótum
á syndugri jörð. Því skiljum við þá mætavel. Þeir vinna
í g'óðri trú á réttmæti gjörða sinna. Við höfum vitnisburð
heilagan Þorlák frá báðum hinum stríðandi aðilum, og
D Bisk s. I„ 131. bls.
2) Litt. hist. II., 572. bls.