Saga - 1968, Blaðsíða 106
102
EINAR BJARNASON
Það kann að vera þessi framkvæmd, sem Smiður Andrés-
son gaf Árna að sök, enda segir annállinn um það svo: „og
gaf honum að sök Barkaðar mál".1) ,
Gottskálksannáll segir við árið 1365, áð utan hafi farið
Ormur Snorrason og Andrés Gíslason.2)
Hið sama stendur í Lögmannsannál undir árinu 111.3)
Gottskálksannáll segir við árið 1366, að út hafi komið
Ormur Snorrason, Andrés Gíslason, Þorgeir Egilsson og
Magnús Jónsson með vald um allt land, að Hákoni kon-
ungi hafi verið dæmt land allt og að þeir hafi haft hirð-
stjórn um allt land undir Hákonar kóngs skipun Ormur
og Andrés.4) Sami annáll segir við næsta ár, 1367, að utan
hafi farið Þorsteinn Eyjólfsson og Jón Ketilsson og Andrés
og Oddur Gíslasynir.4) Flateyjarannáll segir við sama ár,
að þá hafi komið út Andrés Gíslason með hirðstjórn.5)
Gottskálksannáll segir við árið 1374: „Utanferð Andréss
Gíslasonar á Sunnifusúðinni og forgekk í hafi, og tapaðist
hvert mannsbarn".
Flateyjarannáll segir við árið 1375: „gekk fyrir Sunn-
ifusúðin, var þar á Andrés Gíslason.“
Til eru bréf í frumriti, dagsett á Túnsbergshúsi í Nor-
egi laugardaginn næsta eftir páskadag á 20. ári ríkisstjórn-
ar Hákonar konungs Magnússonar, og er þetta í fornbréfa-
safninu talið 28. apríl 1375. Þar segir, að konungur telji
sig skulda kaupmanninum Tidike fan Lyne ellefu merkur
„löðuga", fimmtán skillinga enska 5 hverri „löðuga“-mark.
Skuld þessa segir konungur, að lúka skuli umboðsmenn
hans í Bergen, Erlendur Filippusson og Jón Hallvarðsson
og Andrés á Mörk „af því gózi, sem Andrés nú hingað til
Noregs fært hefur af Islandi".
Hér er um Andrés hirðstjóra Gíslason að ræða, og er
eflaust rétt ályktun útgefanda fornbréfasafnsins og ann-
arra, að Andrés hafi farizt á heimleið til íslands vorið 1375,
en ekki haustið 1374, er hann fór utan.
1) Isl. Ann., 407—408. — 2) S. st. 361. — 3) S. st. 234. — 4) S. st. 361. —
5) S. st. 412.