Saga - 1968, Blaðsíða 78
74
ODD DIDRIKSEN
inga sjálfra af útgáfu bráðabirgðalaga. Stjórnin hafði ekki
gert sig seka um neina misbeitingu á heimild sinni til að
gefa út bráðabirgðalög, og fjárlögin höfðu aldrei orðið fyrir
barðinu á synjunarvaldinu, sem annars var næsta oft
beitt1), þannig að bráðabirgðafjárlög væru sett í staðinn
fyrir þau. Tildrögin til þessara ákvæða var sú þróun mála,
sem menn horfðu upp á í Danmörku ár eftir ár, þar sem
stjórnin hagnýtti sér út í æsar í baráttunni við vinstrimenn
og þingræðið það ákvæði í stjórnarskránni, sem veitti heim-
ild til að gefa út bráðabirgðalög, ákvæði, sem var nákvæm-
lega samhljóða samsvarandi ákvæði bæði í stj órnskipunar-
lögunum frá 1874 og hinni endurskoðuðu stjórnarskrá
Alþingis frá 1886.
Ákvæðin höfðu verið tekin upp í stjórnarskrárfrumvarp-
ið að kröfu manna, sem héldu því fram, að endurskoðun
stjórnarskrárinnar yrði að ryðja þingræðislegum stjórn-
arháttum braut. Jón Ólafsson var fyrsti talsmaður þess-
arar kröfu, sem setti hana fram skýrt og afdráttarlaust.
Við endurskoðun stjórnarskrárinnar á Alþingi 1885—86
var hann skeleggasti málsvari þess, að stjórnarskráin
veitti tryggingu fyrir þingræðislegu stjórnarfari.2) Frá
upphafi naut hann stuðnings Jóns Sigurðssonar á Gaut-
löndum, en mætti andstöðu frá Benedikt Sveinssyni, at-
kvæðamesta manni þingsins í stjórnarskrármálinu, og
lenti meðal annars af þeim sökum í varanlegri andstöðu
við hann.3)
Benedikt Sveinsson lagði frá upphafi megináherzlu á
þá hlið stjórnarskrármálsins, sem svo að segja eingöngu
hafði komið við sögu í stjórnarskrárbaráttunni fyrir 1874,
sambandið við Danmörku. Orsök staðfestingarsynjananna
taldi hann vera þá, að danska ríkisráðið fjallaði um ís-
1) Björn Þórðarson, Alþingi og konungsvaldið. Lagasynjanir 1875—
1904 (Rvik 1949), 6.
2) Sjá O. D„ Saga 1961, 212 o. áfr., 268—70.
3) Sama rit 218—22, 223, 224 o. áfr., 227 o. áfr., 259—61, 262—65.