Saga - 1968, Blaðsíða 15
KRAFAN UM ÞXNGRÆÐI
11
Sú gagnrýni á stjórnarskrárfrumvarpinu frá 1885, að
það tryggði ekki nægilega, að komið yrði á þingræðis-
stjórn,* 1) þagnaði eftir breytingarnar, sem gerðar voru
1887. Jón Ólafsson talaði reyndar um, að breytingarnar
gengju ekki nógu langt, en hann gat ekki um, hvaða breyt-
inga hann saknaði. Það er eigi að síður augljóst, að á þess-
um tíma — í janúarbyrjun 1889 — hafði hann ekki í huga
breytingar, sem hefðu dregið úr kröfunum. Hann segir, að
það sé ekki lengur ástæða til að taka tillit til þess, hvað
stjórnin mundi fallast á, eftir að það væri orðið ljóst, að
hún vildi ekki einu sinni ljá máls á endurskoðun á stjórnar-
skránni. Frá þeirri stund, sem það væri ljóst, átti ekki áð
hugsa um annað en að tryggja réttindi íslands og þjóð-
félagsþegnanna eins örugglega og tök eru á með lagasetn-
ingu.2)
Orðið þingræði kemur aðeins sjaldan fyrir í umræðum á
þessum tíma. Jón Sigurðsson á Gautlöndum benti á það í
grein í Þjóðólfi, að það væru alltof fáir bændur á þingi, og
segir í því sambandi, að það mundi koma ennþá betur í
ljós, hversu mikið vald bændur hafa, ef „vér fengjum inn-
lenda stjórn og fullkomið þingræði á hjá oss“.3) Þjóðólfur
svaraði gagnrýni Hannesar Iiafsteins á stjórnarskrárbar-
áttunni á nýárinu 1888 með því að leggja áherzlu á, að
baráttan stæði einnig um það að koma á þingræði.4) Og í
Þjóðviljanum, sem getur þess, að Alþingi hafi verið ámælt
fyrir að láta um of undan síga fyrir stjórninni, segir: „Þar
sem einhver snefill er af þingræði, er það auðvitað stjórnin,
sem jafnan vægir eða slakar til fyrir þinginu, en slíkt vald
getur alþingi aldrei fengið hjá oss, meðan hin núverandi
stjórnarskrá stendur óbreytt . . ,“5) Annars er athyglis-
verða endanlega ofan á eftir 1889 ef miðlunarstefnan leiddi ekki það
ár til jákvæðs árangurs. 19/3 ’90 í bréfi til Valtýs Guðmundssonar.
1) Sjá O. D„ Saga 1961, 254 o. áfr.
2) Fjallkonan 4/1 ’89.
3) Þjóðólfur 6/1 ’88.
4) Sjá O. D„ Saga 1961, 251.
5) Þjóðviljinn 26/4 ’88.