Saga - 1968, Blaðsíða 30
26
ODD DIDRIKSEN
heimild stjómarinnar til að gefa út bráðabirgðalög. Bann-
ið við útgáfu bráðabirgðafjárlaga höfðu margir talið „mjög
viðsjárvert", sagði hann, og ákvæðin, sem komin voru í
staðinn, voru „tryggilegri" en bannið, „sem gat orðið van-
brúkað af þinginu".1)
Páll Briem fortekur ekki, áð til árekstra geti komið milli
þings og stjórnar, en hann vonaði, að nærvera ráðherr-
anna á þingi og þátttaka þeirra í umræðum mundi gera
kleift að jafna þá. En hvað yrði, ef það tækist ekki og
óyfirstíganleg pólitísk gjá myndaðist milli þings og stjórn-
ar? Páll Briem hafnaði nú þeirri valdaaðstöðu, sem áköf-
ustu talsmenn þingræðisins höfðu viljað tryggja, að Al-
þingi nyti, þegar til slíkra átaka kæmi. Hann lagði áherzlu
á, að landsdómur yrði áð vera eins óháður Neðri deild og
unnt væri. Landsdómur átti að vera ópólitískur, áleit hann,
öfugt við það, sem Jón Ólafsson hafði haldið fram 1885.2)
Hann var ennfremur á móti skýlausu banni við útgáfu
bráðabirgðafjárlaga, af því að það kynni að verða „van-
brúkað" af þinginu. Bannið mundi gefa Alþingi eða — með
þeirri íhaldssömu tvídeildaskipan, sem nefndin lagði til —
Ne'ðri deild aðstöðu til að grípa til fjárlagasynjunar sem
úrslitaráðs til að knýja fram stjórnarskipti. Til slíks ráðs
gæti þurft að grípa, ef stjórnin neitaði að segja af sér, eftir
að komin væri upp deila milli þings og stjómar, sem ekki
yrði leyst á annan hátt en þann, að stjórnin segði af sér.
Það hlýtur að hafa verið slík beiting bannsins, sem Páll
Briem kallaði „vanbrúkun“.
Eftir þessu væri eðlilegt að álykta, að ekki hafi vakað
fyrir Páli Briem 1889 — þrátt fyrir samstöðu hans me'ð
Jóni Ólafssyni 1887 — að tryggja þingræðislegt stjómar-
form með endursko'ðun stjórnarskrárinnar: Hann kynni
jafnvel að hafa orðið andstæðingur slíkrar stefnu, þó að
1) Alþ. 1889 B, 445—48.
2) Sjá O. D„ Saga 1961, 231 o. áfr.