Saga - 1968, Blaðsíða 155
RITFREGNIR
151
skilinn og hreinskiptinn einstaklingur. Honum tekst iðulega að gera
söguhetju sína svo hugtæka, að lesandanum, sem langar að heyra
meira, verður ónotalega hverft við, þegar skellt er í lás við nefið
á honum og sagan búin. — I bók hans er litið um straumkast ólg-
andi mannlífs, heldur lygnt yfir vötnunum, sem gruggast stundum
örlítið af seyrnum sytrum, þvi að skipti listamanna eru ekki snurðu-
laus fremur en annarra breyskra sálna.
Bjöm Porstelnsson.
Jón Helgason: Hundrað ár £ Borgarnesi. Iðunn. Reykjavík 1967.
Þessi bók er eitt af grundvallarritum okkar um héraðasögu lands-
ins. Þar er ruddur dálítill kafli af heildarsögu islenzkra byggðarlaga.
Bökin er tilorðin í minningu þess, að kauptúnið Borgarnes átti
aldarafmæli. Hreppsnefndin réð Jón Helgason til söguritunar, og hann
hefur skilað góðu starfi. Hann velur þann skynsamlega kost að
einskorða sig við sögu kauptúnsins, rekja byggðar- en ekki lands-
sögu, og saga verzlunarstaðarins hefst í rauninni ekki fyrr en með
löggildingarskjali konungs frá 22. marz 1867. 1 fyrsta kafla fjölyrðir
Jón að ástæðulitlu um þá Borgarfeðga Skallagrím og Egil. Enginn
mælir því gegn, að þeir hafi verið merkilegir menn á sinni tið, en
það voru þeir séra Guðmundur Vigfússon á Borg og Kristófer Finn-
bogason í Svignaskarði, sem hófu baráttuna fyrir löggiltri verzlun-
arhöfn við Brákarpoll. Ekki voru Borgfirðingar einhuga um málið,
því að sumir vildu verzlunarhöfn I Straumfirði og aðrir ýmist í Kross-
vík eða Lambhússundi, en Borgarnes varð fyrir valinu, og reynslan
hefur sannað að valið var rétt.
Aldrei hefur hlaupið neinn ofvöxtur í verzlunarstaðinn Borgarnes.
Fyrsta áratuginn sigldu þangað lausakaupmenn frá Reykjavík, en
staðurinn lá undir hið forna kaupsvæði höfuðstaðarins. En loks
reis fyrsta fasta verzlunin, og siðar fjölgaði þeim. 1 hópi frumherja
verzlunarstéttarinnar í Borgarnesi eru menn eins og Jón Jónsson
(Akra-Jón), Óli norski og Thor Jensen.
Jón rekur á mjög greinagóðan hátt sögu hinnar fyrstu verzlunar
í Borgarnesi og atvinnusögu staðarins. Það er hvorttveggja í senn:
flóa- og árósakauptún, gegnir þjónustustörfum í héruðunum, sem
liggja að Hvitá og Borgarfirði. Þar er sjávarútvegur léttvægari en í
flestum öðrum íslenzkum kauptúnum. — Þá gleymir Jón ekki menn-
ingarsögunni, sem gerzt hefur í plássinu.
Jón Helgason er rithöfundur góður og fræðimaður vandvirkur.
Bók hans er prýdd mörgum góðuni myndum og allur búnaður henn-
ar hinn sómasamlegasti.
Lýður Björnsson.