Saga - 1969, Side 234
280
RITFREGNIR
hefur einn haft framtak í sér úr stórum hópi hálærðra manna til að
gjalda sín Torfalög i þessu efni.
Tossalisti sá, sem Jón Guðnason birtir, er, eftir því sem ég kemst
næst, i 23 liSum. Þar af eru 3 um ályktunaratriði og þá eftir 20, sem
fjalla fremur um staðreyndavillur, sum þeirra að vísu í fleiri liðum-
Þessi atriði eru ekki tölusett hjá honum, heldur vísað til blaðsíðutals
innan sviga í bók minni, og verð ég þvi að hafa sama hátt á.
Fyrst eru ályktunaratriðin 3, sem ég visa öllum aftur heim til
Jóns Guðnasonar og tel umsagnir hans um þau vanhugsaðar og rang-
ar:
(bls. 32) Ég tel það gefa auga leið, að hið sérkenniiega framtak dugn-
aðarmanna á Breiðafirði hafi haft uppeldisleg áhrif á Jón Sigurðs-
son. Skipaútgerð Guðmundar Schevings í Flatey á Breiðafirði var a
hvers manns vörum á æskuárum Jóns og kveikti sérstaklega um
Breiðafjörð og Vestfirði logandi framfarahug. 1 þessu sambandi ma
einnig minna á það, sem margir gleyma, að Jón var sjálfur á ung-
lingsárum sínum við sjóróðra á Vestfjörðum. Tal Jóns Guðnasonar um
einhverja eðiisþætti austan úr Grimsnesi eða um praktísk prestaky11
sýnist mér vera fyrir neðan virðingu hans.
(bls. 76) Ummæli mín um tónlistarhneigð Þórðar og ástir hans við
Önnu Guðjohnsen byggjast á ummælum i bréfum þeirra tíma, þar sem
farið er gamansömum orðum um, að merkilegt sé, hvað margir ung»
menn, t. d. Lárus Halldórsson, hafi fengið áhuga á tónlist, en um lel®
voru allir skotnir í Guðjohnsensystrum. Þetta átti að vera sama gaiu-
anið hjá mér, en þó með undirtón alvöru. Sannleikurinn er sá, a'
hljómlist og hljóðfæraleikur, sem þá var svo til nýjung, hafði mun
meira hlutverki að gegna þá en nú i tilhugalífi og ástum, og kemm
það viða fram í skáldsögum, bæði dönskum, norskum og íslenzkum,
t. d. í Vordraumi. Fyrir slíkum sérkennum í þjóðlífsmyndinni ®*ti
sagnfræðingurinn ekki að vera blindur.
(bls. 73) Það orð komst snemma á, að Theódóra væri harðskeyttau
en bóndi hennar, um það visa ég aftur til bókar minnar, en sjá t.
bréf Klemensar Jónssonar til Finns 7. nóv. 1893. Held ég, að frásögu
mín af hörku hennar og heift sé í engu ýkt. Hinu ber líka að neita, a
„ekki hafi verið hægt“ að etja Skúla út í nein vandræði, vegna ÞesS
að Skúlamálið hafi skollið á að ófyrirsynju og án þess að hann
hefði
getað nokkuð við það ráðið. Ég tel þessi ummæli Jóns Guðnasona
markast af skilningsleysi. Það verður að líta á Skúlamálið sem liS e
framhald af persónulegu fjandskaparástandi, sem þegar hafði skaP^
azt. Og ég sé ekki betur en kenningar mínar um, að aðrir hafi 1
þar undir, standi enn óhaggaðar. Þó Skúlamálið hafi verið geigv®'^
leg ofsókn, má ekki loka augunum fyrir, að Skúli hafði lagt inn
því. Framkoma hans við landshöfðingja væri enn í dag álitin ru ‘
leg, hvað þá á þeim tímum, þegar virðing fyrir yfirboðara var i1^.
grónari. Mér finnst fullkomlega óeðlilegt, að ævisöguritari Skúla s
ekki gera sér grein fyrir þessu orsakasambandi eða loka augu
fyrir því.
Þá vík ég að hinum atriðunum, sem að vísu eru líka sums
staðar