Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Síða 53
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 19(1–2)/2010 53
BörKUr HanSen, ÓlafUr H. JÓHannSSon og SteinUnn Helga lárUSdÓttir
Að jafnaði er unnið eftir henni í skólunum þótt þeim beri ekki skylda til þess. Um
þetta segir Guðmundur:
Skólarnir eiga sjálfir að semja sína stefnu og þó sveitarfélögin samþykki formlega
skólastefnu hafa þau ekki vald til að skylda skólana til að fara eftir henni. Það ræðst
af því valdi sem skólastjóri hefur sem faglegur forystumaður skóla. Hann ber ábyrgð
á starfi skólans, hans er að ákveða stefnu hans og fylgja henni eftir. Skólanefnd á hins
vegar að fylgjast með að stefnan sé samin og henni fylgt. (Guðmundur Ó. Ásmunds-
son, 2006, bls. 111).
Í ljósi þeirra breytinga sem orðið hafa á lagaumhverfi skóla má spyrja hvort sveitar-
stjórnir og skólanefndir hafi seilst inn á fagleg yfirráðasvæði skólanna án þess að
hafa til þess lagalegt umboð. Þessi spurning verður enn ágengari þegar skoðaðar eru
erlendar rannsóknir sem vikið verður að hér á eftir um ólíka burði sveitarfélaga og
skólanefnda til þess að koma að mótun skólastefnu og skólastarfs. Þess ber að geta að
í nýjum lögum um grunnskóla frá 2008 var sveitarstjórnum veitt aukið umboð til að
móta stefnu um skólastarf (Lög um grunnskóla nr. 91/2008).
Í könnun sem höfundar gerðu meðal skólastjóra árið 2006 var spurt um viðhorf
þeirra til stefnumótunar sveitarfélaga og faglegs sjálfstæðis skóla. Skólastjórarnir
voru spurðir hver væri afstaða þeirra til sjálfstæðis skóla og hvernig þeir mætu áhrif
skólastefnu sveitarfélaga á faglegt sjálfstæði þeirra. Í grein þessari er fjallað um stjórn-
skipulag og sjálfstæði skóla og athyglinni beint að Norðurlöndum. Þá eru helstu niður-
stöður framangreindrar rannsóknar á viðhorfum skólastjóra til skólastefnu sveitar-
félaga kynntar og þær ræddar út frá hugmyndum um aukið sjálfstæði skóla. Sú rann-
sóknarspurning sem leitað er svara við er hvort skólanefndir hafi með aukinni aðild
að stefnumótun skóla seilst inn á það faglega yfirráðasvæði sem skólunum er ætlað
lögum samkvæmt.
stjórnskipulag skóla
Hugtakið stjórnskipulag skóla (e. governance) vísar til þess hvernig valdi og ábyrgð er
hagað við stjórnun skóla. Hugtakið tekur því til þess hvernig valdi og ábyrgð er dreift
innan skóla sem utan, þ.e. bæði í innra skipulagi skóla og innan fræðsluumdæma við
heildarskipulagningu á starfsemi skólanna sem undir þau heyra. Formlega umgjörð
um stjórnskipulag skóla, svo sem um ábyrgð og völd skólastjórnenda, kennara, skóla-
nefnda og foreldra, er því jafnan að finna í lögum og reglugerðum um skólastarf. Til
viðbótar má nefna ýmiss konar reglur og samþykktir sem sveitarfélög setja um skóla-
starf, svo sem um útfærslu á verkefnum skólanefnda, skráða skólastefnu sveitarfélags
og tilhögun fjárveitinga (Epstein, 2004; Howell, 2005).
Umræðan um hugtakið stjórnskipulag er hér einkum bundin við sveitarstjórnarstigið,
þ.e. þá aðila sem bera pólitíska ábyrgð á framkvæmd skólastarfsins. Sjónum er einkum
beint að því hvernig skólanefndir og skólastjórnir eru skipaðar og hvernig hlutverki
skólastjóra er komið fyrir í stjórnskipulaginu. Þetta er gert til þess að draga upp mynd
af valdi og ábyrgð í skólastarfi.