Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Side 53

Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Side 53
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 19(1–2)/2010 53 BörKUr HanSen, ÓlafUr H. JÓHannSSon og SteinUnn Helga lárUSdÓttir Að jafnaði er unnið eftir henni í skólunum þótt þeim beri ekki skylda til þess. Um þetta segir Guðmundur: Skólarnir eiga sjálfir að semja sína stefnu og þó sveitarfélögin samþykki formlega skólastefnu hafa þau ekki vald til að skylda skólana til að fara eftir henni. Það ræðst af því valdi sem skólastjóri hefur sem faglegur forystumaður skóla. Hann ber ábyrgð á starfi skólans, hans er að ákveða stefnu hans og fylgja henni eftir. Skólanefnd á hins vegar að fylgjast með að stefnan sé samin og henni fylgt. (Guðmundur Ó. Ásmunds- son, 2006, bls. 111). Í ljósi þeirra breytinga sem orðið hafa á lagaumhverfi skóla má spyrja hvort sveitar- stjórnir og skólanefndir hafi seilst inn á fagleg yfirráðasvæði skólanna án þess að hafa til þess lagalegt umboð. Þessi spurning verður enn ágengari þegar skoðaðar eru erlendar rannsóknir sem vikið verður að hér á eftir um ólíka burði sveitarfélaga og skólanefnda til þess að koma að mótun skólastefnu og skólastarfs. Þess ber að geta að í nýjum lögum um grunnskóla frá 2008 var sveitarstjórnum veitt aukið umboð til að móta stefnu um skólastarf (Lög um grunnskóla nr. 91/2008). Í könnun sem höfundar gerðu meðal skólastjóra árið 2006 var spurt um viðhorf þeirra til stefnumótunar sveitarfélaga og faglegs sjálfstæðis skóla. Skólastjórarnir voru spurðir hver væri afstaða þeirra til sjálfstæðis skóla og hvernig þeir mætu áhrif skólastefnu sveitarfélaga á faglegt sjálfstæði þeirra. Í grein þessari er fjallað um stjórn- skipulag og sjálfstæði skóla og athyglinni beint að Norðurlöndum. Þá eru helstu niður- stöður framangreindrar rannsóknar á viðhorfum skólastjóra til skólastefnu sveitar- félaga kynntar og þær ræddar út frá hugmyndum um aukið sjálfstæði skóla. Sú rann- sóknarspurning sem leitað er svara við er hvort skólanefndir hafi með aukinni aðild að stefnumótun skóla seilst inn á það faglega yfirráðasvæði sem skólunum er ætlað lögum samkvæmt. stjórnskipulag skóla Hugtakið stjórnskipulag skóla (e. governance) vísar til þess hvernig valdi og ábyrgð er hagað við stjórnun skóla. Hugtakið tekur því til þess hvernig valdi og ábyrgð er dreift innan skóla sem utan, þ.e. bæði í innra skipulagi skóla og innan fræðsluumdæma við heildarskipulagningu á starfsemi skólanna sem undir þau heyra. Formlega umgjörð um stjórnskipulag skóla, svo sem um ábyrgð og völd skólastjórnenda, kennara, skóla- nefnda og foreldra, er því jafnan að finna í lögum og reglugerðum um skólastarf. Til viðbótar má nefna ýmiss konar reglur og samþykktir sem sveitarfélög setja um skóla- starf, svo sem um útfærslu á verkefnum skólanefnda, skráða skólastefnu sveitarfélags og tilhögun fjárveitinga (Epstein, 2004; Howell, 2005). Umræðan um hugtakið stjórnskipulag er hér einkum bundin við sveitarstjórnarstigið, þ.e. þá aðila sem bera pólitíska ábyrgð á framkvæmd skólastarfsins. Sjónum er einkum beint að því hvernig skólanefndir og skólastjórnir eru skipaðar og hvernig hlutverki skólastjóra er komið fyrir í stjórnskipulaginu. Þetta er gert til þess að draga upp mynd af valdi og ábyrgð í skólastarfi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.