Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Page 57

Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Page 57
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 19(1–2)/2010 57 BörKUr HanSen, ÓlafUr H. JÓHannSSon og SteinUnn Helga lárUSdÓttir saman við afstöðu skólastjóra sem ekki bjuggu við slíkt fyrirkomulag. Niðurstöður sýndu að í fræðsluumdæmum þar sem formlegt sjálfstæði skólanna hafði verið eflt höfðu fræðsluskrifstofur meira vald yfir skólunum en á þeim svæðum þar sem slík hugmyndafræði hafði ekki verið útfærð. Fræðsluskrifstofurnar reyndu að auka áhrif sín á nám og kennslu í skólunum um leið og skólastjórarnir urðu háðir þeim um fjármagn og aðrar bjargir til skólastarfsins. Skólastjórarnir litu svo á að fjárveitingar fræðsluumdæmisins hefðu verið veittar í skiptum fyrir aukin áhrif á skólastarfið. Samkvæmt Addi-Raccah og Gavish (2010) eru áhrif þessara fræðsluskrifstofa helst á þeim sviðum sem áður féllu undir menntamálaráðuneytið. Þeir benda á að niður- stöður þeirra gangi þvert á þá hugmyndafræði sem valddreifing hvílir á; að með henni fái skólastjórar aukið sjálfstæði til þess að leiða faglegt starf í samræmi við aðstæður og þarfir á hverjum stað. Þeir segja að gera megi ráð fyrir að embættismenn skrifstofanna hafi komið málum þannig fyrir að þeir héldu í og jafnvel ykju völd sín og áhrif yfir skólunum frá því sem áður var (Addi-Raccah og Gavish, 2010). Þessu var þveröfugt farið á þeim svæðum þar sem valddreifing hafði ekki verið tekin upp. Þar voru fræðsluskrifstofurnar, að mati skólastjóra, vakandi fyrir þörfum þeirra og veittu skólunum ráðgjöf en fjárframlög voru naumt skömmtuð. Á móti höfðu skólastjórarnir meiri áhrif á ákvarðanir um markmið og framkvæmd skólastarfs. Þessar niðurstöður minna á að birtingarform hugmyndafræði, rétt eins og laga- ákvæði, geta verið ólík og jafnvel önnur en ætlað var þegar starfsfólk á vettvangi hefur túlkað þau og útfært. Þær minna einnig á að skólar geta verið valdalitlir gagnvart yfirvöldum menntamála í héraði vegna þess hversu háðir þeir eru þeim um bjargir. Sjálfstæði skóla Að baki áherslu á valddreifingu, sem felur í sér aukið sjálfstæði skóla, býr hugmynda- fræði sem mótast hefur í nærri þrjá áratugi. Kjarni hennar er sá að heimamenn séu líklegri en þeir sem fjær eru til að greina þarfir skóla í heimabyggð og mæta þeim. Erlendis hefur útfærsla hugmynda um aukið sjálfstæði skóla verið kynnt og rædd með hugtökunum „site-based management“, „school-based management“ eða „fristående skolor“. Hér á landi hefur þessi áhersla verið nefnd „heimastjórnun“ (Börkur Hansen, 2004). Í grein Barkar Hansen (2004) um heimastjórnun skóla segir að hugtakið vísi til þess að vald og ábyrgð séu færð nær starfsvettvangi; frá ráðuneytum til fræðsluumdæma, frá fræðsluumdæmum til skóla og frá stjórnendum til starfsfólks. Börkur bendir á að þótt hugtakið heimastjórnun hafi ekki fest rætur í orðræðu um skólamál á Íslandi hafi hugmyndirnar að baki þessari skipan haft talsverð áhrif við stefnumótun fyrir grunn- skólastigið frá því um miðjan tíunda áratug tuttugustu aldar. Erlendar rannsóknir benda til þess að tilfærsla valds og ábyrgðar hafi jafnvel gengið enn lengra hvað varðar þátttöku hagsmunaaðila skóla í mótun skólastefnu og eftirliti með útfærslu hennar, svo sem með sjálfstætt reknum skólum (Börkur Hansen, 2004). Átök og áherslur Fram hefur komið að markmiðið með tilfærslu grunnskóla frá ríki til sveitarfélaga hafi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.