Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Side 59
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 19(1–2)/2010 59
BörKUr HanSen, ÓlafUr H. JÓHannSSon og SteinUnn Helga lárUSdÓttir
starfsfólks sé tekin frá skólunum. Skólastjórarnir telja m.ö.o. að skólarnir sitji uppi
með vandamál tengd framkvæmd skólastarfsins en faglegt vald sé einkum í höndum
sérfræðinga á fræðsluskrifstofum utan skólanna. Þetta sé dæmi um það hvernig sjálf-
stæði skóla geti snúist upp í andhverfu sína.
Þáttur skólastjóra
Eitt af þeim atriðum sem ná átti fram með auknu sjálfstæði skóla var virkari þátttaka
hagsmunaaðila í grenndarsamfélagi skóla. Í áðurnefndri rannsókn í Ástralíu (Hugh
Watson Consulting, 2004) taldi meirihluti skólanefnda og rýnihópa að heimastjórnunin
hefði ekki aukið almenna þátttöku foreldra eða annarra hagsmunaaðila að neinu
marki. Aukið sjálfstæði skóla virðist því ekki sjálfkrafa leiða til aukinnar þátttöku
hagsmunaaðila skóla í skólastarfinu. Meira þarf að koma til. Niðurstöður framan-
greindra rannsakenda benda til þess að virkni skólanefnda sé að langstærstum hluta
háð áhuga skólastjóra á slíku samstarfi. Hér er um að ræða sambærilegar niðurstöður
og Guðmundur Ó. Ásmundsson (2006) vék að í tilvitnuninni hér að framan um að
skólastjórinn gegni lykilhlutverki við mótun skólastefnu og í að virkja skólanefndir.
Sú stefna sem mörkuð var með grunnskólalögunum frá 1995 ætti að stuðla að
aukinni þátttöku og virkni heimamanna. Lögin kveða skýrt á um að skólastjóri sé
forstöðumaður grunnskóla, stjórni honum, veiti honum faglega forystu og beri ábyrgð
á starfi skólans gagnvart sveitarstjórn (Lög um grunnskóla nr. 66 /1995, 14. grein).
Þetta hlutverk skólastjóra er orðað á sama hátt í lögum um grunnskóla nr. 91/2008.
aðfErð
Tilgangurinn með þeirri rannsókn sem hér er gerð grein fyrir var að leitast við að
draga upp mynd af afstöðu skólastjóra til sjálfstæðis skóla og hvernig þeir meti áhrif
af skólastefnu sveitarfélaga á faglegt sjálfstæði þeirra. Spurt var hvort skólanefndir
væru, með aukinni aðild að stefnumótun skóla, að seilast inn á faglegt yfirráðasvæði
skóla. Saminn var spurningalisti þar sem spurt var um afstöðu skólastjóra til faglegs
og rekstrarlegs sjálfstæðis grunnskóla, áhrif skólastefnu á faglegt sjálfstæði skólastjóra
og kennara, hlutdeild þeirra í mótun skólastefnu og áhrif skólastefnu sveitarfélaga á
skólastarf. Spurningalistinn var forprófaður með því að leggja hann fyrir tvo skóla-
stjóra. Haustið 2006 var spurningalistinn, sem var á rafrænu formi, sendur á netföng
allra starfandi skólastjóra í grunnskólum landsins, samtals 172. Í bréfi sem fylgdi með
var þeim boðið að fá sendan spurningalista á pappír og það þáðu þrír einstaklingar.
Ein ítrekun var send. Alls bárust 132 svör og er svarhlutfall því 77%. Svarendum var
heitið trúnaði og við úrvinnslu komu nöfn svarenda hvergi fram.
Unnið var úr spurningalistunum í forritinu SPSS 15.0. Svör skólastjóranna voru
einkum könnuð með vísan í bakgrunnsþætti eins og kyn skólastjóra, reynslu sem skóla-
stjóri (fjöldi ára sem skólastjóri), reynslu sem skólastjóri við sama skóla (fjöldi ára sem
skólastjóri við þann skóla sem þeir nú starfa við), staðsetningu skóla (Reykjavík, höfuð-
borgarsvæðið utan Reykjavíkur, landsbyggð) og stærð skóla (fjöldi nemenda).