Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Page 77

Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Page 77
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 19(1–2)/2010 77 m a r Í a S t e i n g r Í m S d Ót t i r aðfErð Rannsóknin sem hér er greint frá er viðtalsrannsókn þar sem talað var við grunnskóla- kennara sem starfað hafa í fimm ár eftir brautskráningu. Markmiðið var að leita svara við því hver reynsla þeirra er eftir fimm ára starf, að leita eftir sýn þeirra á það hvernig þeir hafa þroskast sem kennarar og í hverju sá þroski er fólginn. Viðtölin voru tekin vorið 2008, um það leyti sem skólum var að ljúka. Þátttakendur voru átta grunnskóla- kennarar sem brautskráðust með B.Ed.-gráðu frá Kennaraháskóla Íslands og kennara- deild Háskólans á Akureyri vorið 2003, sömu kennarar og tóku þátt í rannsókn höfundar á kennurum á fyrsta starfsári skólaárið 2003–2004 (María Steingrímsdóttir, 2005, 2007). Þátttakendur voru hinir sömu og áður svo að mögulegt væri að fylgja eftir þeim vísbendingum um reynslu og líðan við upphaf starfsferils sem fram komu í fyrri rannsókn og varpa ljósi á áframhaldandi þróun þeirra í starfi. Til að hafa uppi á þeim kennurum sem tóku þátt í fyrri rannsókn var þeim skrifað bréf á netföng sem voru notuð í samskiptum við þá þegar þeir voru á fyrsta starfsári. Í tölvubréfinu, sem sent var í apríl 2008, voru þeir beðnir að taka þátt í nýrri rannsókn og markmið hennar rakið. Sjö af átta kennurum svöruðu samdægurs og lýstu sig til- búna til að taka þátt að nýju. Þeir sem svöruðu strax voru enn starfandi við sömu skóla og þeir hófu kennslu í fyrir fimm árum, sá áttundi hafði skipt um skóla innan sama bæjarfélags og var því kominn með nýtt netfang. Honum var skrifað aftur eftir að upplýsingar fengust frá fyrri vinnuveitanda um flutning hans í starfi. Hann lýsti sig einnig tilbúinn til samstarfs að nýju. Síðar kom í ljós að tveir af þessum átta stunduðu framhaldsnám tengt kennarastarfinu, jafnhliða kennslu. Um það bil klukkustundarlangt viðtal var tekið við hvern þátttakanda. Viðtölin voru öll hljóðrituð, afrituð og þemagreind með hliðsjón af viðtalsramma. Í viðtalinu var lagt upp með spurningaramma þar sem kennararnir voru beðnir um eigið álit á því hvort þeir teldu sig hafa breyst sem kennara og í hverju sú breyting væri fólgin. ýmsir starfstengdir þættir voru ræddir, svo sem undirbúningur og framkvæmd kennslu, samskipti við nemendur og foreldra, samvinna og samstarf innan skólans og hvers konar stuðning kennararnir teldu sig hafa fengið. Hugsað var til baka til kennara- menntunarinnar og þeir inntir eftir því hvernig menntunin nýtist þeim og nú var einnig spurt um endurmenntun, hugmyndir og væntingar til framtíðar í starfi. Mark- mið rannsóknarinnar var að athuga hvernig kennslureynsla fyrstu fimm ára hefði haft áhrif á starfsþroska og starfshætti þessara kennara. Hér á eftir verður leitast við að draga fram þá sýn kennaranna sem fram kom í við- tölunum. Í kaflanum er gerð grein fyrir aðlögun að starfi og starfsumhverfi, auknu sjálfstrausti og öryggi í starfi. Dregið er fram hvernig niðurstöðurnar gefa vísbend- ingar um framfarir í samstarfi við nemendur, foreldra, samkennara og stjórnendur. Einnig kemur fram afstaða kennaranna til endurmenntunar. Til að gæta nafnleyndar eru rétt nöfn þátttakenda ekki notuð heldur hafa þeim öllum verið gefin kvenmanns- nöfn úr fyrri hluta stafrófsins, þau sömu og notuð voru í fyrri rannsókn.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.