Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Síða 82

Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Síða 82
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 19(1–2)/201082 „nú veit maðUr ef ti l vill út á Hvað Starfið gengUr“ Þær niðurstöður sem fram koma hér benda til þess að ekki sé aðeins þörf fyrir stuðning á fyrsta starfsári; reynsla viðmælenda í þessari rannsókn er að fyrstu tvö starfsárin þurfi til að ná að læra hvað í raun felist í kennarastarfinu og að aðlagast starfsvett- vanginum. Þetta fellur vel að skoðunum Feiman-Nemser (2003) sem álítur að ýmsa hluti varðandi kennarastarfið þurfi að læra í starfinu sjálfu og ekki sé hægt að kenna þá fyrirfram í kennaranámi eða taka úr samhengi við starfsvettvanginn. Samhljóða þessu eru skoðanir Darling-Hammond og Richardson (2009) sem leggja áherslu á að mikilvægt sé fyrir kennara að takast á við nýja þekkingu þannig að þeir fái tækifæri til að framkvæma og prófa hlutina sjálfir. Þýðingarmikið sé í þessu sambandi að rýna í hvernig til tókst og draga lærdóm af því. Kennararnir átta segjast ekki hafa fengið neina leiðsögn eða nýliðastuðning frá því að þeir voru á fyrsta starfsári og eru þeirrar skoðunar að stuðningurinn þá hafi alls ekki verið markviss. Þeir telja að það þurfi mun meiri stuðning sem taki bæði til fag- legs og hagnýts hluta starfsins (María Steingrímsdóttir, 2005, 2007). Mikilvægt hlýtur því að vera að leita leiða til að efla stuðning og markvissa leiðsögn með nýliðum fyrstu árin svo að stytta megi þann tíma sem kennarar þurfa til að aðlagast starfinu og að þeir nái sem fyrst góðri starfshæfni. Fram kemur hjá Darling-Hammond (2003) að kennarar þurfi öflugan stuðning og markvissa innleiðingu fyrstu starfsárin svo að þeir nái fyrr góðri starfshæfni. Markmiðið með stuðningi og leiðsögn sé að sem allra flestir geti orðið mjög hæfir kennarar, skoðanir hennar eru þó að aldrei nái allir kenn- arar því takmarki þrátt fyrir góðan og öflugan stuðning. Þar ráði einnig margir aðrir þættir. Darling-Hammond og Richardson (2009) leggja áherslu á að nám og starfsþroski kennara sé samofinn starfi þeirra á vettvangi. Þetta samræmist kenningum Fullan (2001) sem telur að uppsöfnuð reynsla úr námi og í starfi móti starfsþroska kennara. Skoðanir kennaranna virðast falla að þessum kenningum þar sem þeir telja að hæfni þeirra vaxi með hverju ári sem þeir kenna, í daglegu starfi með nemendum og í sam- starfi við aðra kennara. Þetta lýsir sér meðal annars í öruggari framgöngu gagnvart foreldrum og samkennurum og því að þeir telja að gott samstarf við þessa aðila sé mikill ávinningur fyrir þá sem kennara. Með meiri reynslu hafa kennararnir öðlast þekkingu og færni til að beita fleiri og fjölbreyttari kennsluaðferðum en áður og það auðveldar þeim að mæta námsþörfum nemenda og þeir ná meira valdi á aga- og bekkjarstjórnun að eigin mati. Kennararnir tilgreina hér þætti sem þeir voru óöruggir með á fyrsta starfsári og ollu þeim jafnvel vanlíðan (María Steingrímsdóttir, 2007). Hér má spegla álit kennaranna í skoðunum Rúnars Sigþórssonar o.fl. (1999) sem benda á að líklegra sé að þeir kennarar sem geti valið og metið þá kennsluaðferð sem henti best hverjum nemanda í námi hafi náð góðum tökum á kennslu. Það kemur einnig fram að innsæi kennaranna í aðstæður í skólastofunni hefur aukist mikið frá fyrsta starfsári, þeir telja sig nú hafa færni til að greina fyrr og betur aðstæður og atvik sem koma upp í kennslustofunni. Þetta samræmist því sem kemur fram hjá Sternberg og Horvarth (1997) um mun á nýliðum og þeim sem reyndari eru; þeir telja að nýliða skorti starfstengt innsæi til að ráða fram úr vanda eða nýjum aðstæðum á sama hátt og reyndir kennarar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.