Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Qupperneq 92
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 19(1–2)/201092
trú á eigin færni og Hvati t i l námS
inn gang ur
Í Aðalnámskrá framhaldsskóla, almennur hluti, sem út kom árið 1999 var gert ráð fyrir að
hinir ýmsu framhaldsskólar skipulegðu Almenna námsbraut (AN) og reyndu jafn-
framt að nýta sér sérstöðu sína og styrkleika. Stjórnendur og kennarar Verkmennta-
skólans á Akureyri (VMA) litu svo á að hann hefði margt að bjóða, meðal annars í ljósi
fjölbreytts verknáms. Því væri þarna tækifæri sem skólanum bæri að nýta og var farið
í vinnu við að skipuleggja brautina með þetta í huga.
Hugmynd stjórnenda var að draga úr neikvæðum áhrifum þess að koma úr tiltölu-
lega vernduðu umhverfi grunnskólans í svo fjölmennan skóla sem VMA, sem var með
um 1100 nemendur skólaárið 1999-2000. Þar hefur auk þess verið starfrækt áfangakerfi
og því er ekki um hefðbundið bekkjaumhverfi að ræða eins og tíðkast í grunnskólum.
Var tækifærið notað með tilkomu nýrrar námsgreinar, lífsleikni, til þess að leitast við
að auðvelda nýnemum flutninginn úr grunnskóla í framhaldsskóla. Starfsmönnum
VMA hafði lengi verið ljóst að margir nýnemar áttu að ýmsu leyti erfitt með að laga sig
að framandi aðstæðum í svo fjölmennum áfangakerfisskóla eftir að hafa verið áratug í
bekkjakerfi grunnskólastigsins. Auk þess var komið á fót námsleiðinni AN1 fyrir verst
stadda hópinn, þá nemendur sem ekki höfðu náð tilskildum árangri í tveimur eða
fleiri greinum á samræmdum prófum. Var það gert í þeirri von að hún mætti verða til
þess að hvetja nemendur til dáða, styrkja sjálfsmynd þeirra og styðja þá fyrstu skrefin
á framhaldsskólagöngu sinni. Ráðstafanir þær sem gripið var til voru meðal annars
fólgnar í því að öllum nýnemum var skipt í hópa í lífsleikni sem hver hafði sinn
umsjónarkennara. Var því um nokkurs konar ,,bekki“ að ræða sem voru í lífsleikni-
tímum hjá umsjónarkennara sínum tvær tveggja kennslustunda lotur í viku hverri.
Lífsleikni var ný námsgrein og skólum í sjálfvald sett hvernig kennslan var skipulögð.
Í VMA var meðal annars sú leið valin að leggja áherslu á að kynna framhaldsskólann
sem allra best fyrir nemendum, námsframboð og starfsemi VMA sérstaklega. Mikið
var jafnframt lagt upp úr fræðslu á sviði forvarna, fjármálalæsis, námstækni og þar
fram eftir götunum. Þá gegndu umsjónarkennarar einnig hlutverki sem námsráðgjaf-
ar. Þannig gátu þeir aðstoðað nemendur sína við val á áföngum fyrir næstu önn og
farið rækilega með þeim í gegnum skólanámskrána svo fátt eitt sé talið.
Hópnum til stuðnings og ráðgjafar voru fengnir sérstakir umsjónarkennarar og
voru kennslustundir í lífsleikni meðal annars nýttar í því skyni. Auk þess var brugðið
á það ráð að minnka bóknám fyrstu önnina og bjóða nemendum þess í stað upp á
kynningar og viðfangsefni inni á sex mismunandi verknámsbrautum skólans. Hefur
sá áfangi verið kallaður Náms- og starfskynning (NSK).
Þegar námsferlar þessara nemendahópa í VMA eru skoðaðir nokkur ár aftur í
tímann kemur í ljós að þrátt fyrir verulegan stuðning og ráðstafanir til að laða þessa
nemendur að námi, bæði bóklegu og verklegu, hverfur stórt hlutfall þeirra brott úr
skólanum án skilgreindra námsloka, eða um 60%. Vissulega er hér um að ræða þá
sem helst myndu teljast til þess hóps sem gera má ráð fyrir að falli brott úr skóla. Það
kemur engu að síður á óvart hversu stórt hlutfall hér er um að ræða. Stjórnendur skól-
ans spyrja nú þeirrar spurningar hvernig á þessu standi eftir allt sem þeir töldu sig
vera búna að gera til þess að hlúa að þessum einstaklingum og liðka fyrir skólagöngu