Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Side 99

Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Side 99
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 19(1–2)/2010 99 H Ja lt i J Ó n Sv e i n S So n o g Bö r KU r H a n S en Það var oft þannig að maður varð bara hundleiður og nennti ekki að mæta í tíma af því að maður var alltaf einn. Fram kemur að fjórir þátttakenda hafi haft neikvæða reynslu af því að fara úr bekkja- kerfi grunnskólans yfir í áfangakerfið í VMA. Samt kemur fram að þeir hafi smám saman lagað sig að því að einhverju marki. Hinum sex þótti breytingin jákvæð og spennandi og leið vel í fjölmenninu í VMA. Þetta gefur engu að síður tilefni til þess að athugað verði hvort huga þurfi enn frekar að nýnemum á AN1 sem virðast hlédrægir og óframfærnir. Áhugi eða áhugaleysi Í viðtölunum var spurt um almennan námsáhuga. Í ljós kemur að jafnvel þó að þátt- takendur hafi verið áhugasamir um að takast á við kröfur framhaldsskólans í upphafi, þrátt fyrir slakt gengi í grunnskóla, hafi áhuginn fljótlega fjarað út vegna takmarkaðs árangurs og áframhaldandi námsörðugleika. Í sumum tilvikum varð eitthvað sérstakt til þess að styrkja trú á eigin færni og glæða áhuga þátttakenda þar sem hann var lítill. Hjá öðrum fór allt í sama farið fljótlega eftir að skólavist hófst í VMA og ekkert varð til þess að kveikja neistann. Einn þeirra sem hætti eftir fáar annir í skólanum kvaðst hafa verið alveg hlutlaus þegar hann kom í VMA. Hann hafi bara farið í skólann og gengið jafnvel betur en hann hefði átt von á: Á annarri önninni náði stærðfræðikennarinn einhvern veginn ótrúlegum gripum á manni. Ég klikkaði aldrei á að reikna heimadæmin. Ég byrjaði af rosalegum krafti, byrjaði vel. En það fór að dala út þegar fór að líða á. Tveir þátttakendur kváðust hafa farið í skólann fyrir orð foreldra sinna og til að fylgja félögum sínum sem flestir voru á leið í VMA. Annar þeirra sagði: Það var sagt mér að fara í hann og líka upp á félagahópinn. Það voru allir að fara í VMA, mamma og pabbi minn sögðu mér líka að fara í skólann og prófa þetta. Ég hætti eiginlega bara að nenna að sinna þessu. Ég gafst eiginlega bara upp og fór á vinnumarkaðinn. Mig vantaði peninga, ég átti aldrei peninga, og fara í vinnu. Hinn fór í skólann í raun gegn vilja sínum: Ég var bara látin byrja í framhaldsskóla, ég hafði engan áhuga á því sjálf. Ég var bara dregin inn í skólann. Mér var eiginlega bara plantað þarna og ekki gert neitt meira með það. Mig langaði líka bara að vinna mér inn minn eigin pening. En ég hafði ekki alveg tækifæri til þess þá. Ég var eiginlega bara á núllstigi. Einn viðmælendanna hafði verið greindur með ofvirkni og athyglisbrest í grunn- skóla. Hann langaði í framhaldsskóla en gerði sér grein fyrir að það yrði á brattann að sækja: Mig langaði náttúrlega til þess að læra, hafði vilja til þess. Ég vissi náttúrlega ekki að ég myndi falla, vildi ná þessu. En það var stress og maður slugsaði og það var bland
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.