Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Síða 114

Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Síða 114
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 19(1–2)/2010114 StarfSánægJa framHaldSSKÓlaKennara einstaklingar sem setja eigin aðstæður í slíkt samhengi, ráði betur við álag og varðveiti betur starfsánægju og heilbrigði en þeir sem hafa veika tilfinningu fyrir samhengi í lífinu. Þótt fræðimenn séu almennt sammála um mikilvægi starfsánægju hafa skilgreining á hugtakinu og mælikvarðar sem eiga að meta starfsánægju reynst flókin. Bent hefur verið á að forsendur slíks mats geti verið persónubundnar og háðar aðstæðum hverju sinni (Antonovsky, 1988; Evans, 1998; Lockes, 1976). Aðrir hafa bent á að hlutlægt mat á starfsánægju sé áreiðanlegt og tæmandi ef notaðir eru réttmætir mælikvarðar. Mælikvarðar starfsánægju þurfa þá að ná yfir jafnt jákvæða sem neikvæða þætti hvers starfs (Brief, 1998). Viðfangsefni þessarar greinar er að fjalla um niðurstöður rannsóknar á áhrifaþáttum starfs ánægju meðal íslenskra framhaldsskólakennara og samspili svokallaðra ytri og innri hvatningarþátta í starfi.1 Meginmarkmið rannsóknarinnar er að beita eigindlegum rannsóknaraðferðum til að svara tveimur spurningum sem báðar lúta að starfsánægju framhaldsskólakennara. Þær eru: Hvaða þættir leiða helst til starfsánægju framhaldsskóla- kennara? Hafa innri hvatningarþættir í starfsumhverfinu meiri áhrif á starfsánægju kennara en ytri þættir? starfsánægja framHaldsskólakEnnara á Íslandi Þótt störf framhaldsskólakennara séu afar mikilvæg, þar sem sá kennarahópur vinnur með nemendur sem eru að feta sín fyrstu skref inn í heim fullorðinna, hafa fáar rann- sóknir verið gerðar á starfsánægju og vinnuviðhorfum framhaldsskólakennara á Íslandi. Þó má benda á að árin 1996 og 2006 var gerð könnun á högum ríkis starfsmanna hér á landi, þar með talið framhaldsskólakennara (Ómar H. Kristmundsson, 1999, 2007). Framhaldsskólakennarar voru spurðir hvort þeir væru almennt ánægðir í starfi. Árið 1996 sögðu um 80% þeirra svo vera. Þegar sama spurning var lögð fyrir árið 2006 hafði það hlutfall hækkað í 88%. Það ár var starfsánægja annarra starfsstétta ríkisins að meðaltali um 80%. Það að starfsánægja framhaldsskólakennara skyldi mælast 88% árið 2006 kom nokkuð á óvart í ljósi umræðna undangengin ár um óánægju kennara með kjör sín og vinnuaðstæður. Ólafur Jónsson (2007) skoðaði starfsánægju og starfsumhverfi framhalds skóla- kennara á Íslandi í meistaraverkefni við Viðskipta- og hagfræðifræðideild Háskóla Íslands. Í úrtakinu voru 520 framhaldsskólakennarar. Svörunin var 89%. Um 95% kennara sögðust frekar eða mjög ánægðir í starfi en það er með því mesta sem gerist. Tæpur helmingur kennara var mjög ánægður í starfi. Starfsánægja mældist mest meðal yngsta og elsta aldurshópsins en það er í samræmi við kenningar fræðimanna um U-laga samband milli aldurs og starfsánægju (Sjá Ómar Kristmundsson, 1999). Í rannsókn Ólafs Jónssonar var kynjamunur ekki marktækur. Þeir sem höfðu mesta menntun í starfi reyndust hafa almennt minni starfsánægju en þeir sem höfðu minni menntun. Kennararnir töldu sig almennt eiga góð samskipti við samkennara, skóla- stjórnendur og nemendur. Þeir upplifðu sjálfstæði í starfi og töldu sig hafa mikil áhrif á það hvernig starf þeirra væri unnið.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.