Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Page 133

Uppeldi og menntun - 01.01.2010, Page 133
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 19(1–2)/2010 133 rannveig traUStadÓttir, Hanna BJörg SigUr JÓnSdÓttir og Helgi þÓr gUnnarSSon Í þessari grein er fjallað um barnæsku og uppvöxt hreyfihamlaðra barna og ung- menna og lögð áhersla á að raddir þeirra og sjónarmið heyrist. Greinin hefst á umfjöllun um fræðilegar forsendur rannsóknarinnar. Síðan er greint frá aðferðafræði og rann- sóknaraðferðum, þátttakendum og rannsóknargögnum. Meginefni greinarinnar er kynning á niðurstöðum um hreyfihömluð ungmenni og fjallað er um fjölskyldu, skólagöngu, vini, aðkast og einelti, viðhorf til fötlunar, viðbrögð og framkomu annarra og sjálfsskilning. Einnig er sagt frá ráðleggingum ungmennanna til foreldra sem eru að ala upp fötluð börn. Í niðurlagi greinarinnar verða helstu niðurstöður dregnar saman, rýnt í þær í ljósi ráðandi hugmynda um fötlun og dregið fram hvað helst má læra af niðurstöðum þessarar rannsóknar um barnæsku og uppvöxt hreyfihamlaðra ungmenna. fræðilEg sjónarHorn Við rannsóknarvinnuna var einkum leitað til þriggja fræðasviða varðandi fræðilegar undirstöður: fötlunarfræða, félagsfræði barnæskunnar og kenninga um lífshlaupið. Hér á eftir er stuttlega gerð grein fyrir þessum þremur fræðilegu sjónarhornum. Rannsóknin er á sviði fötlunarfræða og leitað er í smiðju til þeirra um skilning á fötlun en innan þessarar ungu fræðigreinar hefur á undanförnum árum verið þróaður félagslegur skilningur sem dregur fram þátt umhverfis og menningar í að skapa, auka á eða draga úr fötlun. Þó að félagslegur skilningur á fötlun sé almennt viðurkenndur meðal fatlaðs fólks, fagfólks, fræðimanna og þeirra sem móta stefnu í málefnum fatlaðra barna og fullorðinna er langt frá því að einhugur ríki um það hversu mikil áhersla skuli vera á félagslega þætti. Innan fötlunarfræða er einnig að finna ólíkar áherslur og hið félagslega sjónarhorn er ekki eitt, heldur eru þau mörg og margbreytileg, og stundum tekist á um ólíkan skilning (Barnes, Oliver og Barton, 2002; Edwards, 2005; Gustavsson, Tøssebro og Rannveig Traustadóttir, 2005; Llewellyn og Hogan, 2000; Shakespeare, 2006; Snæfríður Þóra Egilson og Rannveig Traustadóttir, 2009c). Á Norðurlöndum hefur hinn félagslegi skilningur verið kenndur við tengsl hinnar fötluðu manneskju við umhverfi sitt. Út frá þessu sjónarhorni skapast fötlunin af misgengi eða misræmi milli einstaklingsins (vegna skerðingarinnar) og samfélagsins sem gerir ekki ráð fyrir öllum þeim margbreytileika sem er að finna meðal þegnanna (Gustavsson, Tøssebro og Rannveig Traustadóttir, 2005; Tideman, 2005). Innan norrænna fötlunarfræða er því litið svo á að fötlun sé afstæð og ráðist að miklu leyti af ytri aðstæðum. Félagslegur skilningur beinir því athyglinni að samfélagslegum þáttum og hindrunum í umhverfinu, svo sem manngerðu umhverfi og fordómum, sem geta skapað erfiðleika í lífi fatlaðra barna og fullorðinna (Barnes, Oliver og Barton, 2002; Rannveig Traustadóttir, 2006). Sumir sem beita sjónarhorni fötlunarfræða greina á milli skerðingar sem vísar til líkamlegra eða andlegra takmarkana og skertrar færni (til dæmis að geta ekki gengið, séð eða heyrt) og fötlunar sem felst í félagslegum, efnis- legum og menningarlegum hindrunum sem útskúfa fötluðu fólki og hindra þátttöku þess í daglegu lífi (svo sem óaðgengilegar byggingar og neikvæðar menningarbundnar hugmyndir og viðhorf til fötlunar) (Albrecht, Seelman og Bury, 2001; Oliver, 1990).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.